Gætu börnin þín lært að lesa á pólsku? Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Undanfarin ár hefur innflytjendum í Reykjavík fjölgað gífurlega. Þetta fólk kemur hingað til að vinna, tilbúið að leggja sig fram og greiðir sína skatta frá fyrsta degi. Þetta fólk eins og það er stundum kallað, kemur hins vegar ekki bara sem „vinnuafl“ heldur eru þetta manneskjur, fjölskyldur með börn og þessara barna bíður að ganga í gegnum íslenskt skólakerfi. Því miður virðist þróunin vera sú að hátt hlutfall þeirra barna sem hingað koma með erlendum foreldrum nær ekki að komast áfram í framhaldsskóla. Þetta er mikill skaði fyrir marga einstaklinga, en ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Á þessum vanda verður að taka föstum tökum á næstu árum ef ekki á illa að fara fyrir bæði einstaklingum og okkar samfélagssáttmála. Leik- og grunnskólar Reykjavíkur hafa vissulega unnið margt afrekið við að taka á móti börnum með erlent móðurmál en betur má ef duga skal. Á líðandi kjörtímabili hefur verið reynt að styðja við móðurmálskennslu ungra barna með erlent móðurmál, því þau eiga við ramman reip að draga þegar kemur að því að geta lesið sér til gagns. Við vitum að íslensk börn eiga orðið nokkuð erfitt með lestrarnám ef marka má síðustu PISA-kannanir. Það eru flóknar ástæður þar að baki, ekki bara kennsluaðferðir og skólar, heldur einnig hlutverk lestrar og bóka inni á heimilunum. En hvernig ætli íslenskum börnum gengi lestrarnámið ef þau lærðu að lesa pólsku en ekki íslensku? Líkast til ekki vel. Rannsóknir í þessa veru hafa sýnt að börn eiga ekki aðeins auðveldara með að læra að lesa á móðurmálinu, heldur einnig að þau eiga auðveldara með að læra annað mál á grundvelli móðurmálsins. Þetta er þekking sem við eigum að nýta okkur við skipulagningu skólastarfs á næstu árum því ljóst er að fjöldi barna með erlent móðurmál fer hraðvaxandi í íslenskum skólum og skólarnir verða að fá stuðning og þekkingu til að takast á við þá áskorun. Við höfum þegar lagt grunn að slíku starfi á þessu kjörtímabili, en nú ríður á að málin verði tekin föstum tökum í samráði við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Á þessu kjörtímabili höfum við m.a. dæmis innleitt gjaldfrjálsa frístund í þrjá mánuði fyrir börn sem eru nýflutt til landsins, tvöfaldað framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og tvöfaldað þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs með mikla áherslu á fjölmenningu. En einnig höfum við ráðið móðurmálskennara og brúarsmiði sem styðja börn af erlendum uppruna í náminu sínu til þess að virkja þann fjársjóð sem virkt tvítyngi er. Það er skylda okkar að leyfa öllum börnum að njóta sín til fulls og leyfa þeim að þroska sína styrkleika. Og hvað getur verið meiri styrkleiki, meiri fjársjóður, en að geta talað, skrifað og hugsað á fleiri en einu tungumáli?Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur innflytjendum í Reykjavík fjölgað gífurlega. Þetta fólk kemur hingað til að vinna, tilbúið að leggja sig fram og greiðir sína skatta frá fyrsta degi. Þetta fólk eins og það er stundum kallað, kemur hins vegar ekki bara sem „vinnuafl“ heldur eru þetta manneskjur, fjölskyldur með börn og þessara barna bíður að ganga í gegnum íslenskt skólakerfi. Því miður virðist þróunin vera sú að hátt hlutfall þeirra barna sem hingað koma með erlendum foreldrum nær ekki að komast áfram í framhaldsskóla. Þetta er mikill skaði fyrir marga einstaklinga, en ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Á þessum vanda verður að taka föstum tökum á næstu árum ef ekki á illa að fara fyrir bæði einstaklingum og okkar samfélagssáttmála. Leik- og grunnskólar Reykjavíkur hafa vissulega unnið margt afrekið við að taka á móti börnum með erlent móðurmál en betur má ef duga skal. Á líðandi kjörtímabili hefur verið reynt að styðja við móðurmálskennslu ungra barna með erlent móðurmál, því þau eiga við ramman reip að draga þegar kemur að því að geta lesið sér til gagns. Við vitum að íslensk börn eiga orðið nokkuð erfitt með lestrarnám ef marka má síðustu PISA-kannanir. Það eru flóknar ástæður þar að baki, ekki bara kennsluaðferðir og skólar, heldur einnig hlutverk lestrar og bóka inni á heimilunum. En hvernig ætli íslenskum börnum gengi lestrarnámið ef þau lærðu að lesa pólsku en ekki íslensku? Líkast til ekki vel. Rannsóknir í þessa veru hafa sýnt að börn eiga ekki aðeins auðveldara með að læra að lesa á móðurmálinu, heldur einnig að þau eiga auðveldara með að læra annað mál á grundvelli móðurmálsins. Þetta er þekking sem við eigum að nýta okkur við skipulagningu skólastarfs á næstu árum því ljóst er að fjöldi barna með erlent móðurmál fer hraðvaxandi í íslenskum skólum og skólarnir verða að fá stuðning og þekkingu til að takast á við þá áskorun. Við höfum þegar lagt grunn að slíku starfi á þessu kjörtímabili, en nú ríður á að málin verði tekin föstum tökum í samráði við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Á þessu kjörtímabili höfum við m.a. dæmis innleitt gjaldfrjálsa frístund í þrjá mánuði fyrir börn sem eru nýflutt til landsins, tvöfaldað framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og tvöfaldað þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs með mikla áherslu á fjölmenningu. En einnig höfum við ráðið móðurmálskennara og brúarsmiði sem styðja börn af erlendum uppruna í náminu sínu til þess að virkja þann fjársjóð sem virkt tvítyngi er. Það er skylda okkar að leyfa öllum börnum að njóta sín til fulls og leyfa þeim að þroska sína styrkleika. Og hvað getur verið meiri styrkleiki, meiri fjársjóður, en að geta talað, skrifað og hugsað á fleiri en einu tungumáli?Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar