Vansvefta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. maí 2018 10:00 Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun