Eru víkingar að verða væluskjóður? Geir Finnsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar