Reykjavíkurborg þarf að hafa kjark til að minnka miðstýringu í skólakerfinu Þórdís Pálsdóttir skrifar 26. mars 2018 10:42 Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar