Reykjavíkurborg þarf að hafa kjark til að minnka miðstýringu í skólakerfinu Þórdís Pálsdóttir skrifar 26. mars 2018 10:42 Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun