Strætó setur nærri 900 milljónir í rafmagnsvagna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Með því að skipta út fjórtán dísilvögnum fyrir rafmagnsvagna sparast 1.750 tonn af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á ári. Fréttablaðið/Ernir „Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
„Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00
Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00