Umbreytingar í fjármálaþjónustu Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Fjártækni Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar