Nýliðarnir á toppnum, Danielle hetjan gegn Val og framlengt í Hafnarfirði Anton Ingi Leifsson skrifar 31. október 2018 21:01 KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira