Nýliðarnir á toppnum, Danielle hetjan gegn Val og framlengt í Hafnarfirði Anton Ingi Leifsson skrifar 31. október 2018 21:01 KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira