
Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra
Endurskoðun laga um LÍN mun taka einhvern tíma og ætti kannski engin furða að ekki hafi verið lagt fram frumvarp sem umturnar lánasjóðskerfinu eins og við þekkjum það. Kjör stúdenta verður hins vegar að laga hið snarasta.
Frítekjumark LÍN er í dag 930.000 kr. og ef árstekjur námsmanna eru hærri skerðist lánið sem nemur 45% af umframtekjum. Frítekjumarkið er skammarlega lágt og sumarlaun námsmanna skerða lán þeirra oftast nær umtalsvert. Frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014, en laun í landinu hafa hækkað um 32% skv. launavísitölu frá Hagstofunni síðan 2014.
Þá er grunnframfærsla námsmanna of lág, grunnframfærslan er byggð á grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins. Húsnæðiskostnaður tekur mið af leiguverði á stúdentagörðum, þó svo að almennt leiguverð sé mun hærra og einungis 9% stúdenta leigi á stúdentagörðum. Námsmenn fá þó ekki 100% framfærslu heldur tekur LÍN 92% af þessum grunnviðmiðum og færir námsmönnum. Einstaklingur í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði fær því einungis 177.107 kr. á mánuði. Ef námsmaður reynir að afla aðeins meiri tekna til þess að ná endum saman þar sem 177.107 kr. er grátlega lág upphæð, þá er frítekjumarkið svo lágt að lánin lækka talsvert mikið mjög fljótt. Þessu þarf að breyta en ekkert gerist ef stjórn LÍN og stjórnvöld taka ekki höndum saman.
Úthlutunarreglur LÍN eru þær reglur sem ákvarða kjör stúdenta sem taka námslán hjá LÍN ár hvert. Stjórn LÍN ákvarðar úthlutunarreglur fyrir næsta skólaár og menntamálaráðherra staðfestir þær svo í byrjun apríl sé hann samþykkur þeim. Yfirleitt byrjar vinna við úthlutunarreglur á vettvangi stjórnar í byrjun desember. Það hefur hins vegar ekki gerst þar sem enn hefur ekki verið skipað í stjórn LÍN. Nú stefnir allt í það að stúdentar fá litlar sem engar kjarabætur líkt og síðustu ár. Því skora ég á mennta- og menningarmálaráðherra að skipa stjórn LÍN sem fyrst svo kjaramál stúdenta sitji ekki enn og aftur á hakanum.
Ragnar Auðun Árnason, lánasjóðsfulltrúi SHÍ
Höfundur situr í stjórn LÍN fyrir hönd stúdenta við HÍ og HA
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar