Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra Ragnar Auðun Árnason skrifar 24. janúar 2018 11:28 18. október síðastliðinn hélt Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta opinn fund á Háskólatorgi í aðdraganda Alþingiskosninga. Þar voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka sammála um að gera þyrfti breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Fulltrúar flokkanna voru flest allir sammála um að bæði þyrfti að innleiða styrki inn í námslánakerfið og að bæta þyrfti stöðu stúdenta. Endurskoðun laga um LÍN mun taka einhvern tíma og ætti kannski engin furða að ekki hafi verið lagt fram frumvarp sem umturnar lánasjóðskerfinu eins og við þekkjum það. Kjör stúdenta verður hins vegar að laga hið snarasta. Frítekjumark LÍN er í dag 930.000 kr. og ef árstekjur námsmanna eru hærri skerðist lánið sem nemur 45% af umframtekjum. Frítekjumarkið er skammarlega lágt og sumarlaun námsmanna skerða lán þeirra oftast nær umtalsvert. Frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014, en laun í landinu hafa hækkað um 32% skv. launavísitölu frá Hagstofunni síðan 2014. Þá er grunnframfærsla námsmanna of lág, grunnframfærslan er byggð á grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins. Húsnæðiskostnaður tekur mið af leiguverði á stúdentagörðum, þó svo að almennt leiguverð sé mun hærra og einungis 9% stúdenta leigi á stúdentagörðum. Námsmenn fá þó ekki 100% framfærslu heldur tekur LÍN 92% af þessum grunnviðmiðum og færir námsmönnum. Einstaklingur í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði fær því einungis 177.107 kr. á mánuði. Ef námsmaður reynir að afla aðeins meiri tekna til þess að ná endum saman þar sem 177.107 kr. er grátlega lág upphæð, þá er frítekjumarkið svo lágt að lánin lækka talsvert mikið mjög fljótt. Þessu þarf að breyta en ekkert gerist ef stjórn LÍN og stjórnvöld taka ekki höndum saman. Úthlutunarreglur LÍN eru þær reglur sem ákvarða kjör stúdenta sem taka námslán hjá LÍN ár hvert. Stjórn LÍN ákvarðar úthlutunarreglur fyrir næsta skólaár og menntamálaráðherra staðfestir þær svo í byrjun apríl sé hann samþykkur þeim. Yfirleitt byrjar vinna við úthlutunarreglur á vettvangi stjórnar í byrjun desember. Það hefur hins vegar ekki gerst þar sem enn hefur ekki verið skipað í stjórn LÍN. Nú stefnir allt í það að stúdentar fá litlar sem engar kjarabætur líkt og síðustu ár. Því skora ég á mennta- og menningarmálaráðherra að skipa stjórn LÍN sem fyrst svo kjaramál stúdenta sitji ekki enn og aftur á hakanum.Ragnar Auðun Árnason, lánasjóðsfulltrúi SHÍHöfundur situr í stjórn LÍN fyrir hönd stúdenta við HÍ og HA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
18. október síðastliðinn hélt Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta opinn fund á Háskólatorgi í aðdraganda Alþingiskosninga. Þar voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka sammála um að gera þyrfti breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Fulltrúar flokkanna voru flest allir sammála um að bæði þyrfti að innleiða styrki inn í námslánakerfið og að bæta þyrfti stöðu stúdenta. Endurskoðun laga um LÍN mun taka einhvern tíma og ætti kannski engin furða að ekki hafi verið lagt fram frumvarp sem umturnar lánasjóðskerfinu eins og við þekkjum það. Kjör stúdenta verður hins vegar að laga hið snarasta. Frítekjumark LÍN er í dag 930.000 kr. og ef árstekjur námsmanna eru hærri skerðist lánið sem nemur 45% af umframtekjum. Frítekjumarkið er skammarlega lágt og sumarlaun námsmanna skerða lán þeirra oftast nær umtalsvert. Frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014, en laun í landinu hafa hækkað um 32% skv. launavísitölu frá Hagstofunni síðan 2014. Þá er grunnframfærsla námsmanna of lág, grunnframfærslan er byggð á grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins. Húsnæðiskostnaður tekur mið af leiguverði á stúdentagörðum, þó svo að almennt leiguverð sé mun hærra og einungis 9% stúdenta leigi á stúdentagörðum. Námsmenn fá þó ekki 100% framfærslu heldur tekur LÍN 92% af þessum grunnviðmiðum og færir námsmönnum. Einstaklingur í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði fær því einungis 177.107 kr. á mánuði. Ef námsmaður reynir að afla aðeins meiri tekna til þess að ná endum saman þar sem 177.107 kr. er grátlega lág upphæð, þá er frítekjumarkið svo lágt að lánin lækka talsvert mikið mjög fljótt. Þessu þarf að breyta en ekkert gerist ef stjórn LÍN og stjórnvöld taka ekki höndum saman. Úthlutunarreglur LÍN eru þær reglur sem ákvarða kjör stúdenta sem taka námslán hjá LÍN ár hvert. Stjórn LÍN ákvarðar úthlutunarreglur fyrir næsta skólaár og menntamálaráðherra staðfestir þær svo í byrjun apríl sé hann samþykkur þeim. Yfirleitt byrjar vinna við úthlutunarreglur á vettvangi stjórnar í byrjun desember. Það hefur hins vegar ekki gerst þar sem enn hefur ekki verið skipað í stjórn LÍN. Nú stefnir allt í það að stúdentar fá litlar sem engar kjarabætur líkt og síðustu ár. Því skora ég á mennta- og menningarmálaráðherra að skipa stjórn LÍN sem fyrst svo kjaramál stúdenta sitji ekki enn og aftur á hakanum.Ragnar Auðun Árnason, lánasjóðsfulltrúi SHÍHöfundur situr í stjórn LÍN fyrir hönd stúdenta við HÍ og HA
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar