Axel: Sýndum að við getum staðið í bestu liðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Schenkerhöllinni skrifar 27. september 2018 21:21 Axel Stefánsson. vísir/stefán Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, var nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Svíum í vináttulandsleik í kvöld. „Þetta er einn af þessum leikjum þar sem maður getur verið sáttur með frammistöðuna en ótrúlega sárt að vinna ekki. Við áttum alla möguleika á því og erum sjálfum okkur verst,“ sagði Axel í leikslok í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Svíar unnu 25-26 sigur eftir að Ísland var 15-13 yfir í hálfleik. „Stelpurnar voru að spila virkilega vel, rosalega flottar og flottur handbolti sem þær voru að spila. Ótrúlega stoltur af þessu liði.“ Svíar urðu í fjórða sæti á síðasta heimsmeistaramóti og því með gríðarsterkt lið. Íslenska liðið náði í eitt stig úr sex leikjum í síðustu undankeppni EM og því mjög sterkt að ná í þessi úrslit gegn svo sterkum andstæðingi. „Maður er ótrúlega svekktur að hafa ekki unnið og eins og við spilum þá eigum við að vinna þetta. En við þurfum bara að læra, klára einn og einn færin okkar á móti markmanni. Það er þess vegna sem við erum að fá þessa leiki.“ „Við ætlum bara að verða betri og betri, þetta er skref í rétta átt og það er rosalega gott að sjá.“ Vináttulandsleikir eru oft notaðir til þess að prófa sig áfram, fékk Axel svör við þeim spurningum sem hann hafði í þessum leik? „Já, já. Við lögðum upp með að byrja betur en við höfum gert í síðustu leikjum og það náðum við að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann og það sýnir það að við getum staðið í þessum bestu þjóðum. Þar fékk ég mjög gott svar frá stelpunum.“ „Varnarlega erum við að verða nokkuð stabíl og sóknarlega finnst mér meiri hlutinn ganga vel,“ sagði Axel Stefánsson. Liðin mætast öðru sinni á laugardaginn. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 25-26 │Naumt tap fyrir Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með einu marki fyrir Svíum í vináttulandsleik í Hafnarfirði í dag. Svíar unnu 25-26 sigur eftir að íslenska liðið leiddi leikinn í hálfleik. 27. september 2018 21:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, var nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Svíum í vináttulandsleik í kvöld. „Þetta er einn af þessum leikjum þar sem maður getur verið sáttur með frammistöðuna en ótrúlega sárt að vinna ekki. Við áttum alla möguleika á því og erum sjálfum okkur verst,“ sagði Axel í leikslok í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Svíar unnu 25-26 sigur eftir að Ísland var 15-13 yfir í hálfleik. „Stelpurnar voru að spila virkilega vel, rosalega flottar og flottur handbolti sem þær voru að spila. Ótrúlega stoltur af þessu liði.“ Svíar urðu í fjórða sæti á síðasta heimsmeistaramóti og því með gríðarsterkt lið. Íslenska liðið náði í eitt stig úr sex leikjum í síðustu undankeppni EM og því mjög sterkt að ná í þessi úrslit gegn svo sterkum andstæðingi. „Maður er ótrúlega svekktur að hafa ekki unnið og eins og við spilum þá eigum við að vinna þetta. En við þurfum bara að læra, klára einn og einn færin okkar á móti markmanni. Það er þess vegna sem við erum að fá þessa leiki.“ „Við ætlum bara að verða betri og betri, þetta er skref í rétta átt og það er rosalega gott að sjá.“ Vináttulandsleikir eru oft notaðir til þess að prófa sig áfram, fékk Axel svör við þeim spurningum sem hann hafði í þessum leik? „Já, já. Við lögðum upp með að byrja betur en við höfum gert í síðustu leikjum og það náðum við að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann og það sýnir það að við getum staðið í þessum bestu þjóðum. Þar fékk ég mjög gott svar frá stelpunum.“ „Varnarlega erum við að verða nokkuð stabíl og sóknarlega finnst mér meiri hlutinn ganga vel,“ sagði Axel Stefánsson. Liðin mætast öðru sinni á laugardaginn.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 25-26 │Naumt tap fyrir Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með einu marki fyrir Svíum í vináttulandsleik í Hafnarfirði í dag. Svíar unnu 25-26 sigur eftir að íslenska liðið leiddi leikinn í hálfleik. 27. september 2018 21:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 25-26 │Naumt tap fyrir Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með einu marki fyrir Svíum í vináttulandsleik í Hafnarfirði í dag. Svíar unnu 25-26 sigur eftir að íslenska liðið leiddi leikinn í hálfleik. 27. september 2018 21:00