Fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima... mannvitið verður að fá að vera með Sigurður Ragnarsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tækniframfarir hafa tekið stór skref síðustu ár og ekki munu skrefin minnka á næstu misserum. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar og margir spretta fram á sjónarsviðið til að kynna sína framtíðarsýn. Það sem við hins vegar verðum að hafa í huga er að eins og oft áður í tengslum við tæknina þá snúast þessar breytingar um svo miklu meira en tækni. Mannlegi þátturinn spilar nefnilega stórt hlutverk og líklega stærsta hlutverkið. Við þurfum að leiða þessar breytingar og stýra með þeim hætti að þær þjóni okkur sem best en það þýðir að fjórða iðnbyltingin er ekki einkamál tækniheima. Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa að sýna frumkvæði og skilgreina hvaða ógnir og tækifæri felast í þessari byltingu. Meðal annars, eins og margoft hefur komið fram munu störf breytast enn meir en við höfum áður séð, sum munu hverfa og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst og það er að mannleg samskipti munu skipta meira máli en áður og því verður færni á því sviði sífellt verðmætari. Á sviði viðskipta er gjarnan talað um viðskiptagreind þar sem við vinnum með hvernig gervigreind getur í viðskiptalegum tilgangi hjálpað okkur að ná betri árangri og hvernig við getum nýtt hana til að ná viðskiptalegum markmiðum. Við sjáum nú þegar dæmi um þetta þar sem fyrirtæki eins og Facebook notar gervigreind til að kortleggja hegðun notenda sinna sem það nýtir sér síðan í viðskiptalegum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað hugann að mörgum atriðum eins og til dæmis siðfræði sem er auðvitað samofin mannlega þættinum. Það munu koma upp, og hafa komið upp, mörg siðferðileg álitamál sem þarf að taka afstöðu til í tengslum við fyrrnefnda byltingu og þá er eins gott að mannvitið fái að koma þar nærri. Við getum ekki látið tæknina um að tækla þau mál. Það er sama á hvaða sviði við störfum, við þurfum að taka þátt í framþróuninni og megum ekki bara láta tæknina ráða för. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan svo framarlega sem „vélarnar“, svo maður vísi í kvikmyndina um Tortímandann, fái ekki að taka völdin.Höfundur er forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun