Jordan Peterson Benedikt Bragi Sigurðsson skrifar 4. júní 2018 11:20 Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun