Handbolti

Aron skoraði þrjú í sigri á gömlu félögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Barcelona.
Aron í leik með Barcelona. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona unnu þriggja marka sigur, 31-28, á fyrrum félögum Arons, Veszprém frá Ungverjalandi, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Mikið var skorað í leiknum en Börsungar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 17-14. Þeir slepptu ekki takinu og unnu öflugan þriggja marka sigur á heimavelli.

Aron skoraði þrjú mörk gegn sínum gömlu félögum en markahæstur Börsunga var Daninn, Casper Mortensen, en hann gerði sjö mörk.

Rhein-Neckar Löwen tapaði 35-32 á útivelli fyrir Vive Kielce eftir að staðan hafi verið jöfn, 17-17, í hálfleik.

Alexander Petersson var markahæstur hjá Ljónunum með átta mörk úr níu skotum en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm.

Íslendingalið Kristianstad fékk skell gegn Vardar á útivelli, 33-25. Kristianstad var níu mörkum undir í hálfleik 19-10 og sá í raun aldrei til sólar.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði þrjú mörk, Arnar Freyr Arnarsson eitt en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað úr sínum þremur skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×