Yngri leikmenn liðsins þurfa að stíga fram og axla ábyrgð Hjörvar Ólafsson skrifar 29. júní 2018 12:30 Jón Axel Guðmundsson svífur hér hátt í leik með Davidson-háskólaboltanum. Hann ætti að fá tækifæri með landsliðinu í dag. vísir/getty Ísland leikur tvo síðustu leiki sína í forkeppni fyrir milliriðla í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta karla sem fram fer árið 2019 sitt hvorum megin við helgina. Íslenska liðið er í öðru til þriðja sæti riðilsins fyrir lokasprettinn, en liðið hefur haft betur í tveimur leikjum í riðlinum, líkt og Finnland. Tékkland er á toppi riðilsins með þrjá vinninga og Búlgaría á botninum með einn sigur. Fyrri andstæðingur Íslands í lokaleggnum er búlgarska liðið, en íslenska liðið á harma að hefna eftir grátlegt tap í fyrri leik liðanna í riðlinum í Laugardalshöllinni síðasta haust. Sigur dugar Íslandi til þess að tryggja sér sæti í milliriðlunum þar sem andstæðingar liðsins yrðu sennilega Frakkland, Rússland og Bosnía. Gera má ráð fyrir að Martin Hermannsson verði í lykilhlutverki í leikjunum tveimur eins og alla undankeppnina. Er hann með 25,5 stig að meðaltali í leik en hann er stigahæstur í undankeppni Evrópu eftir fjóra leiki.Haukur Helgi Pálsson er nú einn af reynsluboltum liðsins.Vísir/GettyÆfingar gengið vel Ísland mætir svo Finnlandi í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn kemur. Finnska liðið mun njóta krafta Lauri Markkanen, leikmanns Chicago Bulls, í þeim leik, en hann var ekki með þegar Ísland hafði betur gegn Finnlandi í fyrri umferð í riðlakeppninni. Nærvera Markkanens breytir landslaginu töluvert hjá finnska liðinu. „Það eru tveir mikilvægir leikir fram undan og æfingarnar hafa gengið vel og það hefur verið góður stígandi í æfingunum okkar. Það skiptir okkur miklu máli að fá Tryggva Snæ Hlinason inn í undirbúninginn frá upphafi, en ekki á lokametrunum eins og var raunin í síðasta landsleikjaglugga. Við getum farið betur yfir það hvernig við getum nýtt styrkleika hans og leikmenn venjast því betur að spila með honum sem er mjög jákvætt,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, um undirbúning liðsins. Hann segir að það sé gott að geta gefið Tryggva nægan tíma til að komast betur inn í spilamennsku liðsins. „Leikmenn liðsins vita nú í hvaða aðstæðum gott er að leita til Tryggva og það ríkir meira traust milli leikmanna en í upphafi æfingavikunnar. Það er meira flæði í æfingunum, bæði í varnarleiknum og sóknarleiknum. Tryggvi mun spila meira en hann gerði síðasta haust og fá stærra hlutverk á mikilvægum mínútum í leikjunum. Ég er mjög ánægður með hvað honum hefur farið mikið fram síðustu misseri og hversu vel honum hefur tekist að aðlagast leik okkar. Leikmenn treysta honum mun betur og leita til hans í mun meiri mæli en áður. Það gefur okkur mikið að hafa jafn hávaxinn og öflugan leikmann inni í teignum á báðum endum vallarins,“ sagði Pedersen enn fremur um æfingar síðustu viku og hlutverk Tryggva í liðinu.Hlynur Bæringsson er langelstur í liðinu.Vísir/GettyEngar áhyggjur af reynsluleysi Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Pedersen viðurkennir að reynsla þeirra hefði nýst vel í leikjunum. Þetta séu leikmenn sem séu vanir stórum leikjum og íslenska liðið muni vissulega sakna þeirra. „Jón Arnór og Pavel létu mig vita fyrir tæpum mánuði að þeir gætu ekki leikið í þessum leikjum vegna meiðsla þannig að við höfum haft tíma til þess að undirbúa það hvernig við hyggjumst fylla þeirra skarð. Það fer hins vegar mikil reynsla úr liðinu þegar þeir eru ekki til staðar og einkum og sér í lagi Jón Arnór sem hefur spilað ótal marga leiki þar sem mikið er undir. Nú verða bara yngri leikmenn að axla ábyrgð og ég hef engar áhyggjur af því að þeir geri það ekki,“ sagði Pedersen um fjarveru þessar þrautreyndu leikmanna. Pedersen telur að íslenska liðið hafi lært mikið af svekkjandi tapinu gegn Búlgaríu í fyrri leik liðanna og sömu mistök verði ekki upp á teningnum í leik liðanna í dag. „Við vorum verulega vonsviknir með tapið í fyrri leiknum, en það fer bara í reynslubankann. Við fórum og sáum leik með þeim nýlega og þeir eru enn þá að spila á sama hátt og þeir gerðu gegn okkur síðasta haust. Við munum færa leikmenn til í stöðum inni á vellinum frá fyrri leiknum til þess að fá meira jafnvægi í okkar leik. Sem dæmi mun Haukur Helgi leika sem minni framherji í stað þessa að spila stöðu kraftframherja. Við munum reyna að koma Tryggva Snæ betur inn í leikinn en í leikjunum síðasta haust. Við munum reyna að spila á líkamlega sterkara liði en síðast þannig að líkamlegir yfirburðir þeirra veiti þeim ekki forskot eins og gerðist í síðasta leik,“ sagði Pedersen en leikurinn hefst klukkan 18:00.00 í Búlgaríu eða 15:00 að íslenskum tíma og fer fram í Botevgrad.Tryggvi Snær Hlinason.Vísir/Getty Körfubolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Ísland leikur tvo síðustu leiki sína í forkeppni fyrir milliriðla í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta karla sem fram fer árið 2019 sitt hvorum megin við helgina. Íslenska liðið er í öðru til þriðja sæti riðilsins fyrir lokasprettinn, en liðið hefur haft betur í tveimur leikjum í riðlinum, líkt og Finnland. Tékkland er á toppi riðilsins með þrjá vinninga og Búlgaría á botninum með einn sigur. Fyrri andstæðingur Íslands í lokaleggnum er búlgarska liðið, en íslenska liðið á harma að hefna eftir grátlegt tap í fyrri leik liðanna í riðlinum í Laugardalshöllinni síðasta haust. Sigur dugar Íslandi til þess að tryggja sér sæti í milliriðlunum þar sem andstæðingar liðsins yrðu sennilega Frakkland, Rússland og Bosnía. Gera má ráð fyrir að Martin Hermannsson verði í lykilhlutverki í leikjunum tveimur eins og alla undankeppnina. Er hann með 25,5 stig að meðaltali í leik en hann er stigahæstur í undankeppni Evrópu eftir fjóra leiki.Haukur Helgi Pálsson er nú einn af reynsluboltum liðsins.Vísir/GettyÆfingar gengið vel Ísland mætir svo Finnlandi í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn kemur. Finnska liðið mun njóta krafta Lauri Markkanen, leikmanns Chicago Bulls, í þeim leik, en hann var ekki með þegar Ísland hafði betur gegn Finnlandi í fyrri umferð í riðlakeppninni. Nærvera Markkanens breytir landslaginu töluvert hjá finnska liðinu. „Það eru tveir mikilvægir leikir fram undan og æfingarnar hafa gengið vel og það hefur verið góður stígandi í æfingunum okkar. Það skiptir okkur miklu máli að fá Tryggva Snæ Hlinason inn í undirbúninginn frá upphafi, en ekki á lokametrunum eins og var raunin í síðasta landsleikjaglugga. Við getum farið betur yfir það hvernig við getum nýtt styrkleika hans og leikmenn venjast því betur að spila með honum sem er mjög jákvætt,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, um undirbúning liðsins. Hann segir að það sé gott að geta gefið Tryggva nægan tíma til að komast betur inn í spilamennsku liðsins. „Leikmenn liðsins vita nú í hvaða aðstæðum gott er að leita til Tryggva og það ríkir meira traust milli leikmanna en í upphafi æfingavikunnar. Það er meira flæði í æfingunum, bæði í varnarleiknum og sóknarleiknum. Tryggvi mun spila meira en hann gerði síðasta haust og fá stærra hlutverk á mikilvægum mínútum í leikjunum. Ég er mjög ánægður með hvað honum hefur farið mikið fram síðustu misseri og hversu vel honum hefur tekist að aðlagast leik okkar. Leikmenn treysta honum mun betur og leita til hans í mun meiri mæli en áður. Það gefur okkur mikið að hafa jafn hávaxinn og öflugan leikmann inni í teignum á báðum endum vallarins,“ sagði Pedersen enn fremur um æfingar síðustu viku og hlutverk Tryggva í liðinu.Hlynur Bæringsson er langelstur í liðinu.Vísir/GettyEngar áhyggjur af reynsluleysi Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Pedersen viðurkennir að reynsla þeirra hefði nýst vel í leikjunum. Þetta séu leikmenn sem séu vanir stórum leikjum og íslenska liðið muni vissulega sakna þeirra. „Jón Arnór og Pavel létu mig vita fyrir tæpum mánuði að þeir gætu ekki leikið í þessum leikjum vegna meiðsla þannig að við höfum haft tíma til þess að undirbúa það hvernig við hyggjumst fylla þeirra skarð. Það fer hins vegar mikil reynsla úr liðinu þegar þeir eru ekki til staðar og einkum og sér í lagi Jón Arnór sem hefur spilað ótal marga leiki þar sem mikið er undir. Nú verða bara yngri leikmenn að axla ábyrgð og ég hef engar áhyggjur af því að þeir geri það ekki,“ sagði Pedersen um fjarveru þessar þrautreyndu leikmanna. Pedersen telur að íslenska liðið hafi lært mikið af svekkjandi tapinu gegn Búlgaríu í fyrri leik liðanna og sömu mistök verði ekki upp á teningnum í leik liðanna í dag. „Við vorum verulega vonsviknir með tapið í fyrri leiknum, en það fer bara í reynslubankann. Við fórum og sáum leik með þeim nýlega og þeir eru enn þá að spila á sama hátt og þeir gerðu gegn okkur síðasta haust. Við munum færa leikmenn til í stöðum inni á vellinum frá fyrri leiknum til þess að fá meira jafnvægi í okkar leik. Sem dæmi mun Haukur Helgi leika sem minni framherji í stað þessa að spila stöðu kraftframherja. Við munum reyna að koma Tryggva Snæ betur inn í leikinn en í leikjunum síðasta haust. Við munum reyna að spila á líkamlega sterkara liði en síðast þannig að líkamlegir yfirburðir þeirra veiti þeim ekki forskot eins og gerðist í síðasta leik,“ sagði Pedersen en leikurinn hefst klukkan 18:00.00 í Búlgaríu eða 15:00 að íslenskum tíma og fer fram í Botevgrad.Tryggvi Snær Hlinason.Vísir/Getty
Körfubolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira