Þekking er gjaldmiðill framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 22. mars 2018 17:00 Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun