Dýrmætasta auðlind jarðar Úrsúla Jünemann skrifar 5. júlí 2018 07:00 Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun