Læknar standa vaktina Reynir Arngrímsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Í því umróti sem skekur íslenskt heilbrigðiskerfi þetta sumarið með skorti á hjúkrunarfræðingum og uppsögnum ljósmæðra og undirmönnun ýmissa annarra heilbrigðistétta standa læknar vaktina enn. Læknisfræði er grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar sem ekki má bresta þó annað hrökkvi undan álagi og upplausn skapist í heilbrigðiskerfinu. Engar reglur gilda um lágmarksmönnun lækna utan lögbundinnar neyðarmönnunar ef til verkfalls gæti komið. Svo undarlega sem það kann að hljóma reyndist í því eina verkfalli sem læknar neyddust til að ganga í gegnum á 100 ára sögu Læknafélags Íslands mönnun heldur skána á sumum deildum helstu heilbrigðisstofnana þegar uppfyllt voru ákvæði neyðarmönnunarlista. Undirmönnun lækna og mikið álag einkennir enn starfsaðstæður lækna á sumum sviðum og huga þarf að stöðugri endurnýjun og endurmati á mönnunarþörf m.t.t. breytinga í samfélagsgerð, mannfjölda og tækniframfara. Nýliðun lækna er þróunarverkefni sem ekki má vanrækja eða hefta með nokkru móti. Læknar hafa aldrei reynt að fría sig ábyrgð á hlutverki starfsstéttarinnar í íslensku samfélagi. Skortur er enn á læknum, hvort sem litið er til sjúkrahúsþjónustu, heilsugæslu eða sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Má þar nefna skort á heimilislæknum, taugalæknum, hjartalæknum, barnageðlæknum, gigtlæknum, öldrunarlæknum og augnlæknum.Úrskurður kærunefndar jafnréttismála LÍ styður kröfur um að menntun skuli metin til launa, en ítrekað hefur verið reynt að draga laun og kjarabaráttu lækna inn í umræður um samninga annarra starfsstétta án þess að rétt sé farið með. Sérfræðilæknar fá starfsréttindi sem slíkir eftir allt að 14 ára nám, þegar formlegri þjálfun lýkur í sérgrein. Það er ekki raunhæft að jafna því námi við háskólanám annarra heilbrigðisstétta sem veitir starfsréttindi að afloknu fjögurra til sex ára námi. Úrskurður kærunefndar jafnréttismála í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gegn Landspítala þann 18. maí 2017 var ótvíræður hvað þetta varðar. Þar kemur skýrt fram að störf lækna og annarra heilbrigðisstétta eru ekki samanburðarhæf að þessu leyti þegar kemur að launasetningu og skilgreiningu á ábyrgðarsviði. Á það var bent að þó staða lækna og hjúkrunarfræðinga sé sú sama í skipuriti, séu störf þeirra í meginatriðum ekki samanburðarhæf. Þannig sé grunnkrafa í starfi hjúkrunarfræðings hjúkrunarleyfi en að baki því sé fjögurra ára háskólanám. Að baki sérfræðiviðurkenningu læknis er hins vegar að lágmarki 11-14 ára nám, sex ár í háskóla, eins árs kandídatsár og fjögurra til sjö ára viðbótarnám, oftast nær erlendis. Þá er bent á að í lögum sé gerður greinarmunur á ráðningarferli í þessi störf og það rakið nánar í úrskurðinum. Löggjafinn gerir að þessu leyti strangari kröfur til umsækjenda um læknisstöður. Þá er jafnframt gerð krafa í ráðningarsamningum um aukna hæfni þar sem læknar sinni auk klínískrar vinnu kennslu og akademískum störfum.xxxStrangari kröfur til starfsréttinda – styttri starfsævi Þá má einnig benda á að á t.d. Landspítala eru jafnframt gerðar strangari kröfur um ráðningarferli sérfræðilækna en hjúkrunarfræðinga. Sérstök stöðunefnd læknaráðs veitir umsögn um faglega hæfni allra umsækjenda um fastar læknastöður, en slíks er ekki krafist við ráðningar annarra starfsstétta. Þá er mikilvægt að hafa í huga að læknar, sérstaklega yfirlæknar, bera verulega ábyrgð í stefnumótun heilbrigðiskerfisins. Þetta endurspeglast meðal annars í kostnaðaráhrifum ákvarðana um dýra og flókna læknisfræðilega meðferð og lyfjagjöf og þeim er ætlað að vera leiðandi í uppbyggingu þjónustu sinnar sérgreinar. Loks má nefna kröfur settar fram af ríkisvaldinu sem eru íþyngjandi hvað varðar starfslok þegar ákveðnum aldri er náð. Starfsævi lækna er stutt miðað við flestar aðrar starfsstéttir sem meðal annars ræðst af kröfum sem settar eru fram í lögum um nám og færni í starfi. Launaþróun 2007 - 2017 Fjármálaráðuneytið birti í vikunni upplýsingar um launaþróun starfsstétta innan BHM árin 2007 til 2017. Þetta gefur tilefni til að skoða launaþróun í þjóðfélaginu í víðara samhengi á þessu tímabili. Ef litið er til þróunar heildarlauna frá árinu 2007 til 2017 sést að skv. gagnagrunni fjármálaráðuneytisins hafa heildarlaun lækna að meðaltali hækkað um 63,6% á þessu tímabili sem er hlutfallslega minni breyting á launakjörum en margra annarra stéttarfélaga. Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu og verkfall á árunum 2014-15 hafa læknar ekki fylgt launaskriði samfélagsins né tekið þátt í höfrungahlaupinu títtnefnda. Þá má einnig geta þess að læknar í dag eru ekki aðilar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og hafa því önnur lífeyrisréttindakjör, en aðrar stéttir sem starfa hjá hinu opinbera og njóta tryggingar á lífeyrisréttindum. Hin ábyrga afstaða lækna, sem aðeins hafa einu sinni í 100 ára sögu Læknafélags Íslands farið fram í opinberri kjarabaráttu, hefur samkvæmt þessu ekki verið metin að verðleikum og þarfnast endurskoðunar í samræmi við ábyrgð í starfi og launaþróun í samfélaginu.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í því umróti sem skekur íslenskt heilbrigðiskerfi þetta sumarið með skorti á hjúkrunarfræðingum og uppsögnum ljósmæðra og undirmönnun ýmissa annarra heilbrigðistétta standa læknar vaktina enn. Læknisfræði er grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar sem ekki má bresta þó annað hrökkvi undan álagi og upplausn skapist í heilbrigðiskerfinu. Engar reglur gilda um lágmarksmönnun lækna utan lögbundinnar neyðarmönnunar ef til verkfalls gæti komið. Svo undarlega sem það kann að hljóma reyndist í því eina verkfalli sem læknar neyddust til að ganga í gegnum á 100 ára sögu Læknafélags Íslands mönnun heldur skána á sumum deildum helstu heilbrigðisstofnana þegar uppfyllt voru ákvæði neyðarmönnunarlista. Undirmönnun lækna og mikið álag einkennir enn starfsaðstæður lækna á sumum sviðum og huga þarf að stöðugri endurnýjun og endurmati á mönnunarþörf m.t.t. breytinga í samfélagsgerð, mannfjölda og tækniframfara. Nýliðun lækna er þróunarverkefni sem ekki má vanrækja eða hefta með nokkru móti. Læknar hafa aldrei reynt að fría sig ábyrgð á hlutverki starfsstéttarinnar í íslensku samfélagi. Skortur er enn á læknum, hvort sem litið er til sjúkrahúsþjónustu, heilsugæslu eða sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Má þar nefna skort á heimilislæknum, taugalæknum, hjartalæknum, barnageðlæknum, gigtlæknum, öldrunarlæknum og augnlæknum.Úrskurður kærunefndar jafnréttismála LÍ styður kröfur um að menntun skuli metin til launa, en ítrekað hefur verið reynt að draga laun og kjarabaráttu lækna inn í umræður um samninga annarra starfsstétta án þess að rétt sé farið með. Sérfræðilæknar fá starfsréttindi sem slíkir eftir allt að 14 ára nám, þegar formlegri þjálfun lýkur í sérgrein. Það er ekki raunhæft að jafna því námi við háskólanám annarra heilbrigðisstétta sem veitir starfsréttindi að afloknu fjögurra til sex ára námi. Úrskurður kærunefndar jafnréttismála í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gegn Landspítala þann 18. maí 2017 var ótvíræður hvað þetta varðar. Þar kemur skýrt fram að störf lækna og annarra heilbrigðisstétta eru ekki samanburðarhæf að þessu leyti þegar kemur að launasetningu og skilgreiningu á ábyrgðarsviði. Á það var bent að þó staða lækna og hjúkrunarfræðinga sé sú sama í skipuriti, séu störf þeirra í meginatriðum ekki samanburðarhæf. Þannig sé grunnkrafa í starfi hjúkrunarfræðings hjúkrunarleyfi en að baki því sé fjögurra ára háskólanám. Að baki sérfræðiviðurkenningu læknis er hins vegar að lágmarki 11-14 ára nám, sex ár í háskóla, eins árs kandídatsár og fjögurra til sjö ára viðbótarnám, oftast nær erlendis. Þá er bent á að í lögum sé gerður greinarmunur á ráðningarferli í þessi störf og það rakið nánar í úrskurðinum. Löggjafinn gerir að þessu leyti strangari kröfur til umsækjenda um læknisstöður. Þá er jafnframt gerð krafa í ráðningarsamningum um aukna hæfni þar sem læknar sinni auk klínískrar vinnu kennslu og akademískum störfum.xxxStrangari kröfur til starfsréttinda – styttri starfsævi Þá má einnig benda á að á t.d. Landspítala eru jafnframt gerðar strangari kröfur um ráðningarferli sérfræðilækna en hjúkrunarfræðinga. Sérstök stöðunefnd læknaráðs veitir umsögn um faglega hæfni allra umsækjenda um fastar læknastöður, en slíks er ekki krafist við ráðningar annarra starfsstétta. Þá er mikilvægt að hafa í huga að læknar, sérstaklega yfirlæknar, bera verulega ábyrgð í stefnumótun heilbrigðiskerfisins. Þetta endurspeglast meðal annars í kostnaðaráhrifum ákvarðana um dýra og flókna læknisfræðilega meðferð og lyfjagjöf og þeim er ætlað að vera leiðandi í uppbyggingu þjónustu sinnar sérgreinar. Loks má nefna kröfur settar fram af ríkisvaldinu sem eru íþyngjandi hvað varðar starfslok þegar ákveðnum aldri er náð. Starfsævi lækna er stutt miðað við flestar aðrar starfsstéttir sem meðal annars ræðst af kröfum sem settar eru fram í lögum um nám og færni í starfi. Launaþróun 2007 - 2017 Fjármálaráðuneytið birti í vikunni upplýsingar um launaþróun starfsstétta innan BHM árin 2007 til 2017. Þetta gefur tilefni til að skoða launaþróun í þjóðfélaginu í víðara samhengi á þessu tímabili. Ef litið er til þróunar heildarlauna frá árinu 2007 til 2017 sést að skv. gagnagrunni fjármálaráðuneytisins hafa heildarlaun lækna að meðaltali hækkað um 63,6% á þessu tímabili sem er hlutfallslega minni breyting á launakjörum en margra annarra stéttarfélaga. Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu og verkfall á árunum 2014-15 hafa læknar ekki fylgt launaskriði samfélagsins né tekið þátt í höfrungahlaupinu títtnefnda. Þá má einnig geta þess að læknar í dag eru ekki aðilar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og hafa því önnur lífeyrisréttindakjör, en aðrar stéttir sem starfa hjá hinu opinbera og njóta tryggingar á lífeyrisréttindum. Hin ábyrga afstaða lækna, sem aðeins hafa einu sinni í 100 ára sögu Læknafélags Íslands farið fram í opinberri kjarabaráttu, hefur samkvæmt þessu ekki verið metin að verðleikum og þarfnast endurskoðunar í samræmi við ábyrgð í starfi og launaþróun í samfélaginu.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun