Skuldbinding Magnús Guðmundsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun