500 daga bið, blákaldur veruleiki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 12. maí 2018 10:01 Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun