Nýsköpunarlögin þurfa að skila meiri árangri Erlendur Steinn Guðnason skrifar 9. apríl 2018 07:00 Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun