Öll viðfangsefni borgarinnar eru femínísk Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar 17. maí 2018 21:13 Kvennahreyfingin hefur einsett sér að nálgast öll viðfangsefni borgarstjórnar með kynjagleraugum, rýna í ólíkar þarfir allra kynja og jaðarsettra hópa. Kvennahreyfingin mun nálgast öll viðfangsefni út frá femínísku sjónarhorni, því öll eru þau rammkynjuð. Skipulagsmál eru jafnréttismál, enda snýst þétting byggðar um bætta nærþjónustu sem léttir á ólaunuðum heimilisstörfum á borð við klippingar, læknisferðir, innkaup, skutl og snatt. Þessi störf eru enn að mestu leyti á herðum kvenna. Þétting byggðar verður þó að taka mið af reynsluheimi kvenna og tryggja upplýst, aðgengileg og aðlaðandi almannarými. Undirgöng og skuggasund vekja ónotatilfinningu margra kvenna sem er óþarfi. Skipuleggjum borgina þannig að fólk geti gengið um hana frjálst og öruggt. Íþrótta- og tómstundamál eru jafnréttismál, enda eru áhugamál barna talsvert kynjuð. Á meðan hægt er að stunda fótbolta í öllum hverfum borgarinnar (þar sem meirihluti iðkenda eru strákar) þarf að ferðast langar vegalengdir og oft milli hverfa til að geta stundað fimleika (þar sem meirihluti iðkenda eru stelpur). Sundlaugar borgarinnar þarf að endurhanna með tilliti til þarfa transfólks og fatlaðs fólks og taka tillit til fólks sem ekki hefur sama viðhorf til nektar og meginþorri innfæddra Íslendinga. Menningarmál eru kynjuð, þar sem mikilvægt er að listir séu eftir, um og fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Sýnileiki og vegsemd listafólks af öllum kynjum og úr ólíkum hópum skiptir máli, listasýningar og viðburðir þurfa að fjalla um reynsluheim ólíks fólks og þurfa að höfða til fjölbreytileikans. Velferðarmál eru aldeilis kynjuð, enda verður öll aðstoð og þjónusta að taka mið af ólíkum veruleika kynjanna. Beita verður öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að fatlað fólk og aldrað fólk verði fyrir ofbeldi eða vanrækslu, heldur fái fyrsta flokks þjónustu á jafnréttisgrundvelli. Skólamálin eru gríðarlega kynjuð, en þar gefst einnig tækifæri til að kenna og valdefla börn til að takast á við staðalmyndir og bein og óbein skilaboð samfélagsins sem hefta tækifæri þeirra og áhugasvið. Stórefling Jafnrétisskólans er eitt stærsta mál Kvennahreyfingarinnar, enda nauðsynlegt að gera betur í þessum efnum. Á öllum sviðum borgarinnar starfar metnaðarfullt starfsfólk sem gerir sitt besta á hverjum degi til að þjónusta borgarbúa eins vel og hægt er. Hlutverk stjórnmálafólks er að skapa ramma utanum þjónustuna og móta stefnu í ólíkum málaflokkum. Þar skiptir máli að ólík sjónarmið sjáist og heyrist, ekki síst þau kynjuðu. Þau sjónarmið bjóðum við fram í Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil. Við heitum því að styðja allar góðar ákvarðanir í þágu aukins frelsis og mannréttinda, að undangenginni ítarlegri femínískri rýningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennahreyfingin hefur einsett sér að nálgast öll viðfangsefni borgarstjórnar með kynjagleraugum, rýna í ólíkar þarfir allra kynja og jaðarsettra hópa. Kvennahreyfingin mun nálgast öll viðfangsefni út frá femínísku sjónarhorni, því öll eru þau rammkynjuð. Skipulagsmál eru jafnréttismál, enda snýst þétting byggðar um bætta nærþjónustu sem léttir á ólaunuðum heimilisstörfum á borð við klippingar, læknisferðir, innkaup, skutl og snatt. Þessi störf eru enn að mestu leyti á herðum kvenna. Þétting byggðar verður þó að taka mið af reynsluheimi kvenna og tryggja upplýst, aðgengileg og aðlaðandi almannarými. Undirgöng og skuggasund vekja ónotatilfinningu margra kvenna sem er óþarfi. Skipuleggjum borgina þannig að fólk geti gengið um hana frjálst og öruggt. Íþrótta- og tómstundamál eru jafnréttismál, enda eru áhugamál barna talsvert kynjuð. Á meðan hægt er að stunda fótbolta í öllum hverfum borgarinnar (þar sem meirihluti iðkenda eru strákar) þarf að ferðast langar vegalengdir og oft milli hverfa til að geta stundað fimleika (þar sem meirihluti iðkenda eru stelpur). Sundlaugar borgarinnar þarf að endurhanna með tilliti til þarfa transfólks og fatlaðs fólks og taka tillit til fólks sem ekki hefur sama viðhorf til nektar og meginþorri innfæddra Íslendinga. Menningarmál eru kynjuð, þar sem mikilvægt er að listir séu eftir, um og fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Sýnileiki og vegsemd listafólks af öllum kynjum og úr ólíkum hópum skiptir máli, listasýningar og viðburðir þurfa að fjalla um reynsluheim ólíks fólks og þurfa að höfða til fjölbreytileikans. Velferðarmál eru aldeilis kynjuð, enda verður öll aðstoð og þjónusta að taka mið af ólíkum veruleika kynjanna. Beita verður öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að fatlað fólk og aldrað fólk verði fyrir ofbeldi eða vanrækslu, heldur fái fyrsta flokks þjónustu á jafnréttisgrundvelli. Skólamálin eru gríðarlega kynjuð, en þar gefst einnig tækifæri til að kenna og valdefla börn til að takast á við staðalmyndir og bein og óbein skilaboð samfélagsins sem hefta tækifæri þeirra og áhugasvið. Stórefling Jafnrétisskólans er eitt stærsta mál Kvennahreyfingarinnar, enda nauðsynlegt að gera betur í þessum efnum. Á öllum sviðum borgarinnar starfar metnaðarfullt starfsfólk sem gerir sitt besta á hverjum degi til að þjónusta borgarbúa eins vel og hægt er. Hlutverk stjórnmálafólks er að skapa ramma utanum þjónustuna og móta stefnu í ólíkum málaflokkum. Þar skiptir máli að ólík sjónarmið sjáist og heyrist, ekki síst þau kynjuðu. Þau sjónarmið bjóðum við fram í Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil. Við heitum því að styðja allar góðar ákvarðanir í þágu aukins frelsis og mannréttinda, að undangenginni ítarlegri femínískri rýningu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar