Án iðrunar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. desember 2018 07:00 Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun