Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2018 20:15 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir. Íslenska krónan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir.
Íslenska krónan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira