Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2018 20:15 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir. Íslenska krónan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir.
Íslenska krónan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira