Að fá sér hund og halda hann svo í búri Hallgerður Hauksdóttir skrifar 11. desember 2018 08:00 Ný reglugerð um velferð gæludýra kom út 2016. Í reglugerðinni er margt til bóta fyrir gæludýr og verður sérstaklega að benda á leyfilega búrstærð sem heimilt er að halda hunda í til daglegrar vistarveru. Mikill munur er á þeim og á ferðabúrum. Sá vondi siður hefur því miður mótast á Íslandi undanfarin ár að geyma hunda í ferðabúrum. Sums staðar eru þeir lokaðir inni í þessum búrum yfir nóttina og svo hleypt út til að pissa á morgnana. Lokaðir aftur inni í búrunum yfir daginn á meðan eigandinn er að vinna og síðan hleypt út síðdegis. Þessir hundar eru því hreinlega lokaðir inni í ferðabúrum meiri hluta sólarhringsins. Svo eru þeir jafnvel lokaðir aftur inni í búrinu allt kvöldið. Oft er sú ástæða gefin að þeir séu órólegir eða erfiðir, eða af því að þeim finnist sjálfum þeir bara vera öruggir í búrunum sínum. Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi eða á tilhneigingu okkar mannanna til að finna auðvelda leið fyrir okkur sjálf. Með þessum hætti losum við okkur við vinnuna við að umhverfisþjálfa hundana og því getur komið fram hegðunarvandi. Í 18. grein reglugerðarinnar um aðbúnað og umönnun hunda segir að umráðamaður þurfi „að sinna umhverfisþjálfun og félagslegri þörf hans við manninn“.Hundur sem er ekki umhverfisþjálfaður er í raun vanræktur. Hann verður vansæll. Fólk sem heldur hunda með ábyrgum hætti veit að það þarf að aðlaga þá að lífinu með manninum. Við kennum hundinum að halda ró sinni í ýmsum aðstæðum, dvelja í ferðabúrum á ferðalögum, sinnum honum sem vini og félaga og sjáum honum fyrir nægilegri hreyfingu og atlæti. Hundar sem eru umhverfisvandir kunna sig og eru öllum til ánægju. Það er dapurlegt til þess að hugsa hversu margir óumhverfisvandir hundar verja meirihluta sólarhringsins innilokaðir í litlum búrum, en fólk þarf að vera meðvitað um að það er ekki heimilt og ekki í samræmi við dýravelferð. Notkun ferðabúra til daglegrar vistarveru er bönnuð í nágrannalöndum okkar vegna þess að vitað er að hún er andstæð velferð hundanna. Það var sannarlega líka kominn tími til að leiðrétta þetta hér heima með þessari nýju reglugerð. Flutningsbúr, eins og þau eru nefnd í reglugerðinni, eru einfaldlega til að flytja hunda í á milli staða. Í 13. gr. um flutninga segir að búrið skuli: „vera það rúmt að gæludýrið geti staðið í því, snúið sér við, legið og hvílst.“ En þetta eru ekki viðmið fyrir daglegar vistarverur. Þar gilda allt aðrar stærðir og þær koma fram í töflu í viðauka II við reglugerðina. Margir hafa opin ferðabúr á heimilum sem hundar fá að velja sjálfir að nota og búrinu er ekki lokað á eftir þeim, þá er það eins og hvert annað ból sem hundurinn kýs að nota og getur stigið út úr. En þegar við erum að loka á eftir hundunum þá gildir önnur regla. Fyrir allra minnstu hundana má gólfrýmið í daglegum vistarverum ekki vera minna en tveir fermetrar. Fyrir hunda eins og labrador þarf allt að fjórum og hálfum fermetra. Víða erlendis notar fólk færanlegar grindur eða til dæmis eitt ákveðið herbergi til að halda hundana í sem daglegar vistarverur. En hvaða leið sem við veljum, snúum samt bökum saman gegn þessari óheillabraut með ferðabúrin – hættum að nota þau til að „geyma“ hundana í. Það er ekki góð meðferð á dýrum.Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ný reglugerð um velferð gæludýra kom út 2016. Í reglugerðinni er margt til bóta fyrir gæludýr og verður sérstaklega að benda á leyfilega búrstærð sem heimilt er að halda hunda í til daglegrar vistarveru. Mikill munur er á þeim og á ferðabúrum. Sá vondi siður hefur því miður mótast á Íslandi undanfarin ár að geyma hunda í ferðabúrum. Sums staðar eru þeir lokaðir inni í þessum búrum yfir nóttina og svo hleypt út til að pissa á morgnana. Lokaðir aftur inni í búrunum yfir daginn á meðan eigandinn er að vinna og síðan hleypt út síðdegis. Þessir hundar eru því hreinlega lokaðir inni í ferðabúrum meiri hluta sólarhringsins. Svo eru þeir jafnvel lokaðir aftur inni í búrinu allt kvöldið. Oft er sú ástæða gefin að þeir séu órólegir eða erfiðir, eða af því að þeim finnist sjálfum þeir bara vera öruggir í búrunum sínum. Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi eða á tilhneigingu okkar mannanna til að finna auðvelda leið fyrir okkur sjálf. Með þessum hætti losum við okkur við vinnuna við að umhverfisþjálfa hundana og því getur komið fram hegðunarvandi. Í 18. grein reglugerðarinnar um aðbúnað og umönnun hunda segir að umráðamaður þurfi „að sinna umhverfisþjálfun og félagslegri þörf hans við manninn“.Hundur sem er ekki umhverfisþjálfaður er í raun vanræktur. Hann verður vansæll. Fólk sem heldur hunda með ábyrgum hætti veit að það þarf að aðlaga þá að lífinu með manninum. Við kennum hundinum að halda ró sinni í ýmsum aðstæðum, dvelja í ferðabúrum á ferðalögum, sinnum honum sem vini og félaga og sjáum honum fyrir nægilegri hreyfingu og atlæti. Hundar sem eru umhverfisvandir kunna sig og eru öllum til ánægju. Það er dapurlegt til þess að hugsa hversu margir óumhverfisvandir hundar verja meirihluta sólarhringsins innilokaðir í litlum búrum, en fólk þarf að vera meðvitað um að það er ekki heimilt og ekki í samræmi við dýravelferð. Notkun ferðabúra til daglegrar vistarveru er bönnuð í nágrannalöndum okkar vegna þess að vitað er að hún er andstæð velferð hundanna. Það var sannarlega líka kominn tími til að leiðrétta þetta hér heima með þessari nýju reglugerð. Flutningsbúr, eins og þau eru nefnd í reglugerðinni, eru einfaldlega til að flytja hunda í á milli staða. Í 13. gr. um flutninga segir að búrið skuli: „vera það rúmt að gæludýrið geti staðið í því, snúið sér við, legið og hvílst.“ En þetta eru ekki viðmið fyrir daglegar vistarverur. Þar gilda allt aðrar stærðir og þær koma fram í töflu í viðauka II við reglugerðina. Margir hafa opin ferðabúr á heimilum sem hundar fá að velja sjálfir að nota og búrinu er ekki lokað á eftir þeim, þá er það eins og hvert annað ból sem hundurinn kýs að nota og getur stigið út úr. En þegar við erum að loka á eftir hundunum þá gildir önnur regla. Fyrir allra minnstu hundana má gólfrýmið í daglegum vistarverum ekki vera minna en tveir fermetrar. Fyrir hunda eins og labrador þarf allt að fjórum og hálfum fermetra. Víða erlendis notar fólk færanlegar grindur eða til dæmis eitt ákveðið herbergi til að halda hundana í sem daglegar vistarverur. En hvaða leið sem við veljum, snúum samt bökum saman gegn þessari óheillabraut með ferðabúrin – hættum að nota þau til að „geyma“ hundana í. Það er ekki góð meðferð á dýrum.Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun