Að fá sér hund og halda hann svo í búri Hallgerður Hauksdóttir skrifar 11. desember 2018 08:00 Ný reglugerð um velferð gæludýra kom út 2016. Í reglugerðinni er margt til bóta fyrir gæludýr og verður sérstaklega að benda á leyfilega búrstærð sem heimilt er að halda hunda í til daglegrar vistarveru. Mikill munur er á þeim og á ferðabúrum. Sá vondi siður hefur því miður mótast á Íslandi undanfarin ár að geyma hunda í ferðabúrum. Sums staðar eru þeir lokaðir inni í þessum búrum yfir nóttina og svo hleypt út til að pissa á morgnana. Lokaðir aftur inni í búrunum yfir daginn á meðan eigandinn er að vinna og síðan hleypt út síðdegis. Þessir hundar eru því hreinlega lokaðir inni í ferðabúrum meiri hluta sólarhringsins. Svo eru þeir jafnvel lokaðir aftur inni í búrinu allt kvöldið. Oft er sú ástæða gefin að þeir séu órólegir eða erfiðir, eða af því að þeim finnist sjálfum þeir bara vera öruggir í búrunum sínum. Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi eða á tilhneigingu okkar mannanna til að finna auðvelda leið fyrir okkur sjálf. Með þessum hætti losum við okkur við vinnuna við að umhverfisþjálfa hundana og því getur komið fram hegðunarvandi. Í 18. grein reglugerðarinnar um aðbúnað og umönnun hunda segir að umráðamaður þurfi „að sinna umhverfisþjálfun og félagslegri þörf hans við manninn“.Hundur sem er ekki umhverfisþjálfaður er í raun vanræktur. Hann verður vansæll. Fólk sem heldur hunda með ábyrgum hætti veit að það þarf að aðlaga þá að lífinu með manninum. Við kennum hundinum að halda ró sinni í ýmsum aðstæðum, dvelja í ferðabúrum á ferðalögum, sinnum honum sem vini og félaga og sjáum honum fyrir nægilegri hreyfingu og atlæti. Hundar sem eru umhverfisvandir kunna sig og eru öllum til ánægju. Það er dapurlegt til þess að hugsa hversu margir óumhverfisvandir hundar verja meirihluta sólarhringsins innilokaðir í litlum búrum, en fólk þarf að vera meðvitað um að það er ekki heimilt og ekki í samræmi við dýravelferð. Notkun ferðabúra til daglegrar vistarveru er bönnuð í nágrannalöndum okkar vegna þess að vitað er að hún er andstæð velferð hundanna. Það var sannarlega líka kominn tími til að leiðrétta þetta hér heima með þessari nýju reglugerð. Flutningsbúr, eins og þau eru nefnd í reglugerðinni, eru einfaldlega til að flytja hunda í á milli staða. Í 13. gr. um flutninga segir að búrið skuli: „vera það rúmt að gæludýrið geti staðið í því, snúið sér við, legið og hvílst.“ En þetta eru ekki viðmið fyrir daglegar vistarverur. Þar gilda allt aðrar stærðir og þær koma fram í töflu í viðauka II við reglugerðina. Margir hafa opin ferðabúr á heimilum sem hundar fá að velja sjálfir að nota og búrinu er ekki lokað á eftir þeim, þá er það eins og hvert annað ból sem hundurinn kýs að nota og getur stigið út úr. En þegar við erum að loka á eftir hundunum þá gildir önnur regla. Fyrir allra minnstu hundana má gólfrýmið í daglegum vistarverum ekki vera minna en tveir fermetrar. Fyrir hunda eins og labrador þarf allt að fjórum og hálfum fermetra. Víða erlendis notar fólk færanlegar grindur eða til dæmis eitt ákveðið herbergi til að halda hundana í sem daglegar vistarverur. En hvaða leið sem við veljum, snúum samt bökum saman gegn þessari óheillabraut með ferðabúrin – hættum að nota þau til að „geyma“ hundana í. Það er ekki góð meðferð á dýrum.Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ný reglugerð um velferð gæludýra kom út 2016. Í reglugerðinni er margt til bóta fyrir gæludýr og verður sérstaklega að benda á leyfilega búrstærð sem heimilt er að halda hunda í til daglegrar vistarveru. Mikill munur er á þeim og á ferðabúrum. Sá vondi siður hefur því miður mótast á Íslandi undanfarin ár að geyma hunda í ferðabúrum. Sums staðar eru þeir lokaðir inni í þessum búrum yfir nóttina og svo hleypt út til að pissa á morgnana. Lokaðir aftur inni í búrunum yfir daginn á meðan eigandinn er að vinna og síðan hleypt út síðdegis. Þessir hundar eru því hreinlega lokaðir inni í ferðabúrum meiri hluta sólarhringsins. Svo eru þeir jafnvel lokaðir aftur inni í búrinu allt kvöldið. Oft er sú ástæða gefin að þeir séu órólegir eða erfiðir, eða af því að þeim finnist sjálfum þeir bara vera öruggir í búrunum sínum. Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi eða á tilhneigingu okkar mannanna til að finna auðvelda leið fyrir okkur sjálf. Með þessum hætti losum við okkur við vinnuna við að umhverfisþjálfa hundana og því getur komið fram hegðunarvandi. Í 18. grein reglugerðarinnar um aðbúnað og umönnun hunda segir að umráðamaður þurfi „að sinna umhverfisþjálfun og félagslegri þörf hans við manninn“.Hundur sem er ekki umhverfisþjálfaður er í raun vanræktur. Hann verður vansæll. Fólk sem heldur hunda með ábyrgum hætti veit að það þarf að aðlaga þá að lífinu með manninum. Við kennum hundinum að halda ró sinni í ýmsum aðstæðum, dvelja í ferðabúrum á ferðalögum, sinnum honum sem vini og félaga og sjáum honum fyrir nægilegri hreyfingu og atlæti. Hundar sem eru umhverfisvandir kunna sig og eru öllum til ánægju. Það er dapurlegt til þess að hugsa hversu margir óumhverfisvandir hundar verja meirihluta sólarhringsins innilokaðir í litlum búrum, en fólk þarf að vera meðvitað um að það er ekki heimilt og ekki í samræmi við dýravelferð. Notkun ferðabúra til daglegrar vistarveru er bönnuð í nágrannalöndum okkar vegna þess að vitað er að hún er andstæð velferð hundanna. Það var sannarlega líka kominn tími til að leiðrétta þetta hér heima með þessari nýju reglugerð. Flutningsbúr, eins og þau eru nefnd í reglugerðinni, eru einfaldlega til að flytja hunda í á milli staða. Í 13. gr. um flutninga segir að búrið skuli: „vera það rúmt að gæludýrið geti staðið í því, snúið sér við, legið og hvílst.“ En þetta eru ekki viðmið fyrir daglegar vistarverur. Þar gilda allt aðrar stærðir og þær koma fram í töflu í viðauka II við reglugerðina. Margir hafa opin ferðabúr á heimilum sem hundar fá að velja sjálfir að nota og búrinu er ekki lokað á eftir þeim, þá er það eins og hvert annað ból sem hundurinn kýs að nota og getur stigið út úr. En þegar við erum að loka á eftir hundunum þá gildir önnur regla. Fyrir allra minnstu hundana má gólfrýmið í daglegum vistarverum ekki vera minna en tveir fermetrar. Fyrir hunda eins og labrador þarf allt að fjórum og hálfum fermetra. Víða erlendis notar fólk færanlegar grindur eða til dæmis eitt ákveðið herbergi til að halda hundana í sem daglegar vistarverur. En hvaða leið sem við veljum, snúum samt bökum saman gegn þessari óheillabraut með ferðabúrin – hættum að nota þau til að „geyma“ hundana í. Það er ekki góð meðferð á dýrum.Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar