Að fá sér hund og halda hann svo í búri Hallgerður Hauksdóttir skrifar 11. desember 2018 08:00 Ný reglugerð um velferð gæludýra kom út 2016. Í reglugerðinni er margt til bóta fyrir gæludýr og verður sérstaklega að benda á leyfilega búrstærð sem heimilt er að halda hunda í til daglegrar vistarveru. Mikill munur er á þeim og á ferðabúrum. Sá vondi siður hefur því miður mótast á Íslandi undanfarin ár að geyma hunda í ferðabúrum. Sums staðar eru þeir lokaðir inni í þessum búrum yfir nóttina og svo hleypt út til að pissa á morgnana. Lokaðir aftur inni í búrunum yfir daginn á meðan eigandinn er að vinna og síðan hleypt út síðdegis. Þessir hundar eru því hreinlega lokaðir inni í ferðabúrum meiri hluta sólarhringsins. Svo eru þeir jafnvel lokaðir aftur inni í búrinu allt kvöldið. Oft er sú ástæða gefin að þeir séu órólegir eða erfiðir, eða af því að þeim finnist sjálfum þeir bara vera öruggir í búrunum sínum. Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi eða á tilhneigingu okkar mannanna til að finna auðvelda leið fyrir okkur sjálf. Með þessum hætti losum við okkur við vinnuna við að umhverfisþjálfa hundana og því getur komið fram hegðunarvandi. Í 18. grein reglugerðarinnar um aðbúnað og umönnun hunda segir að umráðamaður þurfi „að sinna umhverfisþjálfun og félagslegri þörf hans við manninn“.Hundur sem er ekki umhverfisþjálfaður er í raun vanræktur. Hann verður vansæll. Fólk sem heldur hunda með ábyrgum hætti veit að það þarf að aðlaga þá að lífinu með manninum. Við kennum hundinum að halda ró sinni í ýmsum aðstæðum, dvelja í ferðabúrum á ferðalögum, sinnum honum sem vini og félaga og sjáum honum fyrir nægilegri hreyfingu og atlæti. Hundar sem eru umhverfisvandir kunna sig og eru öllum til ánægju. Það er dapurlegt til þess að hugsa hversu margir óumhverfisvandir hundar verja meirihluta sólarhringsins innilokaðir í litlum búrum, en fólk þarf að vera meðvitað um að það er ekki heimilt og ekki í samræmi við dýravelferð. Notkun ferðabúra til daglegrar vistarveru er bönnuð í nágrannalöndum okkar vegna þess að vitað er að hún er andstæð velferð hundanna. Það var sannarlega líka kominn tími til að leiðrétta þetta hér heima með þessari nýju reglugerð. Flutningsbúr, eins og þau eru nefnd í reglugerðinni, eru einfaldlega til að flytja hunda í á milli staða. Í 13. gr. um flutninga segir að búrið skuli: „vera það rúmt að gæludýrið geti staðið í því, snúið sér við, legið og hvílst.“ En þetta eru ekki viðmið fyrir daglegar vistarverur. Þar gilda allt aðrar stærðir og þær koma fram í töflu í viðauka II við reglugerðina. Margir hafa opin ferðabúr á heimilum sem hundar fá að velja sjálfir að nota og búrinu er ekki lokað á eftir þeim, þá er það eins og hvert annað ból sem hundurinn kýs að nota og getur stigið út úr. En þegar við erum að loka á eftir hundunum þá gildir önnur regla. Fyrir allra minnstu hundana má gólfrýmið í daglegum vistarverum ekki vera minna en tveir fermetrar. Fyrir hunda eins og labrador þarf allt að fjórum og hálfum fermetra. Víða erlendis notar fólk færanlegar grindur eða til dæmis eitt ákveðið herbergi til að halda hundana í sem daglegar vistarverur. En hvaða leið sem við veljum, snúum samt bökum saman gegn þessari óheillabraut með ferðabúrin – hættum að nota þau til að „geyma“ hundana í. Það er ekki góð meðferð á dýrum.Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ný reglugerð um velferð gæludýra kom út 2016. Í reglugerðinni er margt til bóta fyrir gæludýr og verður sérstaklega að benda á leyfilega búrstærð sem heimilt er að halda hunda í til daglegrar vistarveru. Mikill munur er á þeim og á ferðabúrum. Sá vondi siður hefur því miður mótast á Íslandi undanfarin ár að geyma hunda í ferðabúrum. Sums staðar eru þeir lokaðir inni í þessum búrum yfir nóttina og svo hleypt út til að pissa á morgnana. Lokaðir aftur inni í búrunum yfir daginn á meðan eigandinn er að vinna og síðan hleypt út síðdegis. Þessir hundar eru því hreinlega lokaðir inni í ferðabúrum meiri hluta sólarhringsins. Svo eru þeir jafnvel lokaðir aftur inni í búrinu allt kvöldið. Oft er sú ástæða gefin að þeir séu órólegir eða erfiðir, eða af því að þeim finnist sjálfum þeir bara vera öruggir í búrunum sínum. Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi eða á tilhneigingu okkar mannanna til að finna auðvelda leið fyrir okkur sjálf. Með þessum hætti losum við okkur við vinnuna við að umhverfisþjálfa hundana og því getur komið fram hegðunarvandi. Í 18. grein reglugerðarinnar um aðbúnað og umönnun hunda segir að umráðamaður þurfi „að sinna umhverfisþjálfun og félagslegri þörf hans við manninn“.Hundur sem er ekki umhverfisþjálfaður er í raun vanræktur. Hann verður vansæll. Fólk sem heldur hunda með ábyrgum hætti veit að það þarf að aðlaga þá að lífinu með manninum. Við kennum hundinum að halda ró sinni í ýmsum aðstæðum, dvelja í ferðabúrum á ferðalögum, sinnum honum sem vini og félaga og sjáum honum fyrir nægilegri hreyfingu og atlæti. Hundar sem eru umhverfisvandir kunna sig og eru öllum til ánægju. Það er dapurlegt til þess að hugsa hversu margir óumhverfisvandir hundar verja meirihluta sólarhringsins innilokaðir í litlum búrum, en fólk þarf að vera meðvitað um að það er ekki heimilt og ekki í samræmi við dýravelferð. Notkun ferðabúra til daglegrar vistarveru er bönnuð í nágrannalöndum okkar vegna þess að vitað er að hún er andstæð velferð hundanna. Það var sannarlega líka kominn tími til að leiðrétta þetta hér heima með þessari nýju reglugerð. Flutningsbúr, eins og þau eru nefnd í reglugerðinni, eru einfaldlega til að flytja hunda í á milli staða. Í 13. gr. um flutninga segir að búrið skuli: „vera það rúmt að gæludýrið geti staðið í því, snúið sér við, legið og hvílst.“ En þetta eru ekki viðmið fyrir daglegar vistarverur. Þar gilda allt aðrar stærðir og þær koma fram í töflu í viðauka II við reglugerðina. Margir hafa opin ferðabúr á heimilum sem hundar fá að velja sjálfir að nota og búrinu er ekki lokað á eftir þeim, þá er það eins og hvert annað ból sem hundurinn kýs að nota og getur stigið út úr. En þegar við erum að loka á eftir hundunum þá gildir önnur regla. Fyrir allra minnstu hundana má gólfrýmið í daglegum vistarverum ekki vera minna en tveir fermetrar. Fyrir hunda eins og labrador þarf allt að fjórum og hálfum fermetra. Víða erlendis notar fólk færanlegar grindur eða til dæmis eitt ákveðið herbergi til að halda hundana í sem daglegar vistarverur. En hvaða leið sem við veljum, snúum samt bökum saman gegn þessari óheillabraut með ferðabúrin – hættum að nota þau til að „geyma“ hundana í. Það er ekki góð meðferð á dýrum.Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun