Handbolti

Þær frönsku komnar á blað og Danir með fullt hús stiga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þær slóvensku áttu fá svör við Grace Zaadi og stöllum hennar í dag
Þær slóvensku áttu fá svör við Grace Zaadi og stöllum hennar í dag vísir/getty
Heimsmeistarar Frakklands eru komnar á blað á EM kvenna í handbolta sem fram fer í Frakklandi þessa dagana.

Þær frönsku unnu öruggan níu marka sigur á Slóveníu í Nancy í dag, 30-21, eftir að hafa leitt með níu mörkum í leikhléi, 17-8. Leikstjórnandinn öflugi Grace Zaadi fór mikinn í liði Frakka og var markahæst með sex mörk.

Á sama tíma héldu Danir sigurgöngu sinni áfram en þær unnu sjö marka sigur á Pólverjum, 21-28, eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í leikhléi, 9-11. Kristina Jorgensen og Trine Ostergaard markahæstar með fimm mörk hvor.

Danmörk með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Svíþjóð með minnsta mun í fyrstu umferð mótsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×