Lýðræði í Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar 6. desember 2018 07:00 Vín—Kínverjar hafa aukið umsvif sín í Afríku undangengin ár. Þá vanhagar um ýmsar auðlindir sem Afríkulönd hafa upp á að bjóða og þeir reiða fram fjárhagsaðstoð, byggja vegi, hús og brýr o.fl. og veita lán, svo stór lán stundum að áhöld eru um hvort lántakendum auðnist nokkurn tímann að standa í skilum. „Sjáið okkur,“ segja Kínverjar. „Við horfum langt fram í tímann. Við höfum lyft hundruðum milljóna okkar fólks upp úr sárri fátækt á fáeinum áratugum. Við þurftum ekki á vestrænu lýðræði að halda – og þið ekki heldur.“ Það freistar margra Afríkumanna af fjárhagsástæðum að taka þennan boðskap trúanlegan. „Kannski lýðræðið sem við lærðum af Bretum og Frökkum skipti minna máli en við héldum,“ hugsa þeir. Aðrir tortryggja Kínverja, sérstaklega þann boðskap þeirra að lýðræði sé óþarft og flækist bara fyrir hagvexti.Tvö sjónarmið Uppi eru tvö sjónarmið um samhengið milli lýðræðis og vaxtar og viðgangs efnahagslífsins. Sumir segja, þ. á m. kínverskir kommúnistar: „Lýðræði býr til slagsíðu í þágu aðgangsharðra hagsmunahópa sem misnota frelsi sitt til að skara eld að eigin köku á kostnað almennings. Lýðræði dregur með því móti úr hagkvæmni í atvinnulífinu og hægir á hagvexti. Hömlur gegn lýðræði halda hagsmunahópum í skefjum og efla þannig vöxt og viðgang efnahagslífsins til hagsbóta fyrir venjulegt fólk.“ Ég segi, og það gera miklu fleiri: Lýðræði er eina stjórnskipulagið sem samrýmist óskoruðum mannréttindum og stuðlar að friðsamlegum stjórnarskiptum í röð og reglu. Lýðræði leyfir öllum röddum að hljóma og þaggar því ekki þá sem gagnrýna stjórnvöld og reyna að vísa þeim veginn að æskilegum umbótum. Höfuðkostur lýðræðis er að lýðræðislegar ákvarðanir í kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum verða ekki vefengdar. Þeim ber að hlíta hvort sem einhverjum okkar finnst að hægt hefði verið að komast að réttlátari og skynsamlegri niðurstöðu eða ekki. Hvort er rétt? Hvort þessara tveggja sjónarmiða á við sterkari rök að styðjast? Flækist lýðræði fyrir viðgangi og vaxtargetu efnahagslífsins eins og Kínverjar halda fram eða hefur lýðræði reynzt vera lyftistöng undir lífskjör almennings? Svo virðist þegar horft er á heiminn í heild, næstum 200 lönd, að lýðræði haldist jafnan í hendur við velsæld í efnahagslífinu. Kína er einmitt helzta undantekningin sem sannar regluna. Munstrið er býsna skýrt. Annaðhvort virðist lýðræði því stuðla að efnahagslegri velsæld eins og ég lýsti að framan eða velsældin kallar á lýðræði nema hvort tveggja sé sem mér finnst líklegast. Sama munstur er sýnilegt einnig í löndum Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar séu þau skoðuð út af fyrir sig. Þá kemur aftur í ljós skýrt samband milli kaupmáttar þjóðartekna á mann og lýðræðis eins og stjórnmálafræðingar meta það eftir kúnstarinnar reglum. Tvö lönd skera sig úr hópnum. Olíuútflutningslöndin Miðbaugs-Gínea og Gabon eru fráhverf lýðræði en skarta þó bæði löndin miklum tekjum á mann, tekjum sem er gróflega misskipt. Nú eru eftir aðeins þrjú lönd sem flokkast undir einræðislönd í Afríku: Erítrea, Miðbaugs-Gínea og Svasíland. Gabon, Kamerún og Máritanía eru að vísu ekki langt undan en þau teljast nú til fáræðislanda þar eð slaknað hefur á einræðisklónni. Þessari hliðstæðu Afríku og heimsins alls er vert að halda til haga m.a. til að minna okkur á að Afríka er eins og aðrar heimsálfur. Þar gilda í flestum greinum sömu lögmál og annars staðar. Ár renna til sjávar. Framsókn lýðræðis Þegar Berlínarmúrinn var brotinn niður 1989 voru 37 einræðisríki í Afríku, þrjú lýðræðisríki og fjögur fáræðisríki sem svo eru nefnd þar eð þau fylla hvorugan flokkinn. Fáræðisríki flokkast hvorki til lýðræðisríkja né einræðisríkja heldur liggja einhvers staðar þar á milli. Um aldamótin 2000, ellefu árum eftir fall múrsins, var landslagið gerbreytt. Þá hafði afrískum lýðræðisríkjum fjölgað úr þrem í 10, einræðisríkjunum hafði fækkað úr 37 í sex, og fáræðisríkjum hafði fjölgað úr fjórum í 30. Eftir það hélt framsókn lýðræðisins í Afríku áfram ólíkt því sem gerzt hefur um heiminn í heild. Lýðræðisríkjum í Afríku hefur frá aldamótunum 2000 fjölgað úr 10 í 20 og einræðisríkjum hefur fækkað úr sex í þrjú. Fáræðisríkjum hefur fækkað úr 30 í 24. Boðskapur Kínverja um lítilvægi lýðræðis virðist ekki hafa hrifið. Framsókn lýðræðisins í Afríku leiðir hugann hingað heim þar sem lýðræði stendur nú höllum fæti í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Eigum við að fagna 100 ára afmæli fullveldis sem Alþingi hefur reitt fjaðrirnar af með því að ræna okkur nýju stjórnarskránni sem yfirgnæfandi hluti kjósenda lýsti stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sá tapar sem fyrstur nefnir nasistana: gengisfelling orðsins „rasisti“ Birgir Finnsson Skoðun Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið í bakkgír Ingibjörg Isaksen Skoðun Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir Skoðun Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rasismi útskýrir stuðning við þjóðarmorð Ingólfur Gíslason Skoðun Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Vindhögg Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindaraðstoð: Kennarinn endurheimtir dýrmætan tíma Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman áður en það er of seint Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun PWC – Traustsins verðir? Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Rasismi útskýrir stuðning við þjóðarmorð Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Óttumst við það að vera frjálsar manneskjur í frjálsu landi? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Loftslagsváin bíður ekki Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Hvers vegna að kenna leiklist? Rannveig Björk Þorkelsdóttir,Jóna Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll Telma Sigtryggsdóttir skrifar Skoðun Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið í bakkgír Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Í vítahring stöðnunnar og úreldra vísinda Björn Ólafsson skrifar Skoðun ,,Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir.” (EB) Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Við erum réttindalaus Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Raunir ríka fólksins og bænir þess Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Talið við okkur áður en þið talið um okkur Ian McDonald skrifar Skoðun Björgunarleiðangur fyrir Heimsmarkmiðin Antonio Guterres skrifar Skoðun Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar Skoðun Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Óður til Sigga sjéní Ingvi Þór Georgsson skrifar Skoðun Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Vín—Kínverjar hafa aukið umsvif sín í Afríku undangengin ár. Þá vanhagar um ýmsar auðlindir sem Afríkulönd hafa upp á að bjóða og þeir reiða fram fjárhagsaðstoð, byggja vegi, hús og brýr o.fl. og veita lán, svo stór lán stundum að áhöld eru um hvort lántakendum auðnist nokkurn tímann að standa í skilum. „Sjáið okkur,“ segja Kínverjar. „Við horfum langt fram í tímann. Við höfum lyft hundruðum milljóna okkar fólks upp úr sárri fátækt á fáeinum áratugum. Við þurftum ekki á vestrænu lýðræði að halda – og þið ekki heldur.“ Það freistar margra Afríkumanna af fjárhagsástæðum að taka þennan boðskap trúanlegan. „Kannski lýðræðið sem við lærðum af Bretum og Frökkum skipti minna máli en við héldum,“ hugsa þeir. Aðrir tortryggja Kínverja, sérstaklega þann boðskap þeirra að lýðræði sé óþarft og flækist bara fyrir hagvexti.Tvö sjónarmið Uppi eru tvö sjónarmið um samhengið milli lýðræðis og vaxtar og viðgangs efnahagslífsins. Sumir segja, þ. á m. kínverskir kommúnistar: „Lýðræði býr til slagsíðu í þágu aðgangsharðra hagsmunahópa sem misnota frelsi sitt til að skara eld að eigin köku á kostnað almennings. Lýðræði dregur með því móti úr hagkvæmni í atvinnulífinu og hægir á hagvexti. Hömlur gegn lýðræði halda hagsmunahópum í skefjum og efla þannig vöxt og viðgang efnahagslífsins til hagsbóta fyrir venjulegt fólk.“ Ég segi, og það gera miklu fleiri: Lýðræði er eina stjórnskipulagið sem samrýmist óskoruðum mannréttindum og stuðlar að friðsamlegum stjórnarskiptum í röð og reglu. Lýðræði leyfir öllum röddum að hljóma og þaggar því ekki þá sem gagnrýna stjórnvöld og reyna að vísa þeim veginn að æskilegum umbótum. Höfuðkostur lýðræðis er að lýðræðislegar ákvarðanir í kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum verða ekki vefengdar. Þeim ber að hlíta hvort sem einhverjum okkar finnst að hægt hefði verið að komast að réttlátari og skynsamlegri niðurstöðu eða ekki. Hvort er rétt? Hvort þessara tveggja sjónarmiða á við sterkari rök að styðjast? Flækist lýðræði fyrir viðgangi og vaxtargetu efnahagslífsins eins og Kínverjar halda fram eða hefur lýðræði reynzt vera lyftistöng undir lífskjör almennings? Svo virðist þegar horft er á heiminn í heild, næstum 200 lönd, að lýðræði haldist jafnan í hendur við velsæld í efnahagslífinu. Kína er einmitt helzta undantekningin sem sannar regluna. Munstrið er býsna skýrt. Annaðhvort virðist lýðræði því stuðla að efnahagslegri velsæld eins og ég lýsti að framan eða velsældin kallar á lýðræði nema hvort tveggja sé sem mér finnst líklegast. Sama munstur er sýnilegt einnig í löndum Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar séu þau skoðuð út af fyrir sig. Þá kemur aftur í ljós skýrt samband milli kaupmáttar þjóðartekna á mann og lýðræðis eins og stjórnmálafræðingar meta það eftir kúnstarinnar reglum. Tvö lönd skera sig úr hópnum. Olíuútflutningslöndin Miðbaugs-Gínea og Gabon eru fráhverf lýðræði en skarta þó bæði löndin miklum tekjum á mann, tekjum sem er gróflega misskipt. Nú eru eftir aðeins þrjú lönd sem flokkast undir einræðislönd í Afríku: Erítrea, Miðbaugs-Gínea og Svasíland. Gabon, Kamerún og Máritanía eru að vísu ekki langt undan en þau teljast nú til fáræðislanda þar eð slaknað hefur á einræðisklónni. Þessari hliðstæðu Afríku og heimsins alls er vert að halda til haga m.a. til að minna okkur á að Afríka er eins og aðrar heimsálfur. Þar gilda í flestum greinum sömu lögmál og annars staðar. Ár renna til sjávar. Framsókn lýðræðis Þegar Berlínarmúrinn var brotinn niður 1989 voru 37 einræðisríki í Afríku, þrjú lýðræðisríki og fjögur fáræðisríki sem svo eru nefnd þar eð þau fylla hvorugan flokkinn. Fáræðisríki flokkast hvorki til lýðræðisríkja né einræðisríkja heldur liggja einhvers staðar þar á milli. Um aldamótin 2000, ellefu árum eftir fall múrsins, var landslagið gerbreytt. Þá hafði afrískum lýðræðisríkjum fjölgað úr þrem í 10, einræðisríkjunum hafði fækkað úr 37 í sex, og fáræðisríkjum hafði fjölgað úr fjórum í 30. Eftir það hélt framsókn lýðræðisins í Afríku áfram ólíkt því sem gerzt hefur um heiminn í heild. Lýðræðisríkjum í Afríku hefur frá aldamótunum 2000 fjölgað úr 10 í 20 og einræðisríkjum hefur fækkað úr sex í þrjú. Fáræðisríkjum hefur fækkað úr 30 í 24. Boðskapur Kínverja um lítilvægi lýðræðis virðist ekki hafa hrifið. Framsókn lýðræðisins í Afríku leiðir hugann hingað heim þar sem lýðræði stendur nú höllum fæti í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Eigum við að fagna 100 ára afmæli fullveldis sem Alþingi hefur reitt fjaðrirnar af með því að ræna okkur nýju stjórnarskránni sem yfirgnæfandi hluti kjósenda lýsti stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012?
Skoðun ,,Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir.” (EB) Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar
Skoðun Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar