Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:55 Meng Wanzhou var stöðvuð þegar hún millilenti í Kanada í upphafi mánaðarins. Vísir/Epa Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. Meng Wanzhou, sem jafnframt er dóttir stofnanda fyrirtækisins, bíður þess nú að vera framseld til Bandaríkjanna en lítið er nánar vitað um handtökuna. Þó hefur verið gefið út að hún var framkvæmd þann 1. desember síðastliðinn í kanadísku borginni Vancouver. Talið er að hún kunni að tengjast hugsanlegum brotum Huawei gegn viðskiptabanninu sem bandarísk stjórnvöld lögðu á íranska ríkið fyrr á þessu ári. Kínverska sendiráðið í Kanada hefur mótmælt handtökunni og krefst þess að fjármálastjórinn verði látinn laus, tafarlaust. Talsmaður Huawei segir að fyrirtækið hafi fengið fáar upplýsingar um handtökuna eða sakargiftirnar, auk þess sem Huawei væri ekki kunnugt um að Meng hafi gert nokkuð af sér. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt. Bandaríkin Kanada Kína Tækni Tengdar fréttir Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. Meng Wanzhou, sem jafnframt er dóttir stofnanda fyrirtækisins, bíður þess nú að vera framseld til Bandaríkjanna en lítið er nánar vitað um handtökuna. Þó hefur verið gefið út að hún var framkvæmd þann 1. desember síðastliðinn í kanadísku borginni Vancouver. Talið er að hún kunni að tengjast hugsanlegum brotum Huawei gegn viðskiptabanninu sem bandarísk stjórnvöld lögðu á íranska ríkið fyrr á þessu ári. Kínverska sendiráðið í Kanada hefur mótmælt handtökunni og krefst þess að fjármálastjórinn verði látinn laus, tafarlaust. Talsmaður Huawei segir að fyrirtækið hafi fengið fáar upplýsingar um handtökuna eða sakargiftirnar, auk þess sem Huawei væri ekki kunnugt um að Meng hafi gert nokkuð af sér. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt.
Bandaríkin Kanada Kína Tækni Tengdar fréttir Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35