Listin að missa bolta Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. desember 2018 09:00 Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun