Skýr skilaboð Rannveig Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar