Leikur að lífi Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun