Hægri, vinstri, snú Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Sjá meira
Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun