Pétur: Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarliðið Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. nóvember 2018 22:19 Pétur Ingvarsson er þjálfari Blika. vísir/skjáskot/s2 „Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.” Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
„Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira