Prjónles Guðmundur Brynjólfsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar