Núll Guðmundur Brynjólfsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Brothætt staða Hörður Ægisson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar