Mannslíf í húfi Arna Ýrr Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:55 Ég hef verið hugsi undanfarið yfir umræðunni um fóstureyðingar í tengslum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem gerir þungunarrof/fóstureyðingar frjálsar til loka 22. viku meðgöngu. Nokkrar manneskjur hafa stigið fram og mælt bæði með og móti þessari breytingu. Mér finnst allar þessar manneskjur hafa nokkuð til síns máls, en mér finnst ýmislegt vanta í þessa umræðu. Rökin með þessari breytingu á lögum um fóstureyðingar eru þau að sjálfsákvörðunarréttur kvenna verður virtur enn meir en nú er, og svigrúm kvenna til fóstureyðinga í ítrustu aðstæðum er aukið, þannig að ef frumvarpið yrði að lögum mætti skv. því binda endi á líf fósturs í móðurkviði (því þungunarrof snýst einmitt um það, gleymum því ekki) fram yfir miðja meðgöngu, án allra skilyrða. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, skrifaði ágætan pistil í Fréttablaðið þann 2. nóvember um málið, þar sem hún notaði þrjú dæmi úr sínu starfi sem rök fyrir því að þetta úrræði þyrfti að vera til staðar. Á móti hafa komið fram rök sem benda á að á sama tíma og við erum að leggja allt í sölurnar til að bjarga lífi fyrirbura, erum við að leyfa eyðingu fóstra sem eru á svipuðu reki. Þetta kom m.a. fram í grein Ebbu Margrétar Magnúsdóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalæknis í Fréttablaðinu þann 7. okt. sl. Þar að auki eru stór siðferðileg álitamál sem lúta að réttindum þeirra fóstra sem greinast með fötlun, og þeim skilaboðum sem við sendum fötluðu fólki í samfélaginu, m.a. í gegnum heilbrigðiskerfið, sem jafnvel þrýstir á fólk að láta eyða fóstrum sem líkur eru á að séu með fötlun. Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu, og ég þekki margar konur sem hafa tekið þessa erfiðu ákvörðun einhvern tíma á lífsleiðinni. Þessi ákvörðun er aldrei auðveld, og verður á endanum alltaf ákvörðun konunnar sem tekur hana. Þá ákvörðun eigum við að virða, og styðja hana á allan hátt. En ég set stór spurningarmerki við þær áherslur samfélagsins sem birtast í frumvarpi heilbrigðisráðherra, að fóstureyðingar séu heppileg og sjálfsögð lausn á allt að fjórðungi ótímabærra og óæskilegra þungana á Íslandi. Það hlýtur að vera hægt að setja lög sem gera ráð fyrir þessum örfáu undantekningartilfellum sem Sigurbjörg segir frá í sinni ágætu grein, án þess að gefa ungu fólki þau skilaboð að óvarið og óábyrgt kynlíf sé ekkert mál, því það sé svo lítið mál að fara í fóstureyðingu. Það á ekki að vera lítið mál að fara í fóstureyðingu, og þess vegna set ég líka spurningarmerki við notkun veigrunarorðsins þungunarrof, sem fjarlægir konuna frá þeirri gríðarlegu ábyrgð sem hún stendur frammi fyrir þegar hún ákveður að eyða lífi. Hvers vegna í ósköpunum eru getnaðarvarnir ekki ókeypis á Íslandi? Hvers vegna í ósköpunum er ekki aukin kynfræðsla í skólunum, þar sem er lögð áhersla á ábyrgt kynlíf? Og þar á ég að sjálfsögðu við ábyrgð beggja kynja, því að þarna er mjög mikilvægt að kenna drengjunum okkar ábyrga kynhegðun. Erum við Íslendingar virkilega stolt af því að á Íslandi eru flestar fóstureyðingar á Norðurlöndunum? Og mest tíðni kynsjúkdóma? Fóstureyðingalög eru lög sem ná yfir allan málaflokkinn, sem er auðvitað mjög víðtækur. En það hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir þessum fáu undantekningartilfellum án þess að taka í burtu þá umgjörð sem nú er, sem hefur þó veitt konum ákveðinn ramma og utanumhald á erfiðum stundum lífsins. Ég tala út frá eigin reynslu þegar ég segi að ég þurfti verulega á því að halda að hafa aðgang að fagmanneskju sem hjálpaði mér í minni sálarglímu þegar ég stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Ég sé fyrir mér að ef þessi lög verða samþykkt, verði um leið lögð niður sú þjónusta sem hefur staðið konum til boða, m.a. lækna og sálfræðinga, og þar með sparaður heilmikill peningur. Hvernig væri að við spöruðum samfélaginu frekar pening með því að vinna að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir? Þetta bendir t.d. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum á í viðtali á mbl.is 4. apríl 2017. Og konur sem eru í sem mestri neyð, eins og t.d. tilfellin sem Sigurbjörg lýsir í pistli sínum, þær þurfa svo sannarlega á bæði læknisfræðilegum og félagslegum stuðningi að halda í sínum aðstæðum. Lögin eiga að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því. Ég styð eindregið ákvörðunarrétt hverrar konu yfir sínum líkama. En um leið og fóstureyðing er alfarið ákvörðun hverrar konu, þurfum við sem samfélag að tala um það hvaða áherslur við viljum leggja þegar kemur að viðkvæmum málum sem varða mannslíf, því það eru jú mannslíf í húfi.Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið hugsi undanfarið yfir umræðunni um fóstureyðingar í tengslum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem gerir þungunarrof/fóstureyðingar frjálsar til loka 22. viku meðgöngu. Nokkrar manneskjur hafa stigið fram og mælt bæði með og móti þessari breytingu. Mér finnst allar þessar manneskjur hafa nokkuð til síns máls, en mér finnst ýmislegt vanta í þessa umræðu. Rökin með þessari breytingu á lögum um fóstureyðingar eru þau að sjálfsákvörðunarréttur kvenna verður virtur enn meir en nú er, og svigrúm kvenna til fóstureyðinga í ítrustu aðstæðum er aukið, þannig að ef frumvarpið yrði að lögum mætti skv. því binda endi á líf fósturs í móðurkviði (því þungunarrof snýst einmitt um það, gleymum því ekki) fram yfir miðja meðgöngu, án allra skilyrða. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, skrifaði ágætan pistil í Fréttablaðið þann 2. nóvember um málið, þar sem hún notaði þrjú dæmi úr sínu starfi sem rök fyrir því að þetta úrræði þyrfti að vera til staðar. Á móti hafa komið fram rök sem benda á að á sama tíma og við erum að leggja allt í sölurnar til að bjarga lífi fyrirbura, erum við að leyfa eyðingu fóstra sem eru á svipuðu reki. Þetta kom m.a. fram í grein Ebbu Margrétar Magnúsdóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalæknis í Fréttablaðinu þann 7. okt. sl. Þar að auki eru stór siðferðileg álitamál sem lúta að réttindum þeirra fóstra sem greinast með fötlun, og þeim skilaboðum sem við sendum fötluðu fólki í samfélaginu, m.a. í gegnum heilbrigðiskerfið, sem jafnvel þrýstir á fólk að láta eyða fóstrum sem líkur eru á að séu með fötlun. Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu, og ég þekki margar konur sem hafa tekið þessa erfiðu ákvörðun einhvern tíma á lífsleiðinni. Þessi ákvörðun er aldrei auðveld, og verður á endanum alltaf ákvörðun konunnar sem tekur hana. Þá ákvörðun eigum við að virða, og styðja hana á allan hátt. En ég set stór spurningarmerki við þær áherslur samfélagsins sem birtast í frumvarpi heilbrigðisráðherra, að fóstureyðingar séu heppileg og sjálfsögð lausn á allt að fjórðungi ótímabærra og óæskilegra þungana á Íslandi. Það hlýtur að vera hægt að setja lög sem gera ráð fyrir þessum örfáu undantekningartilfellum sem Sigurbjörg segir frá í sinni ágætu grein, án þess að gefa ungu fólki þau skilaboð að óvarið og óábyrgt kynlíf sé ekkert mál, því það sé svo lítið mál að fara í fóstureyðingu. Það á ekki að vera lítið mál að fara í fóstureyðingu, og þess vegna set ég líka spurningarmerki við notkun veigrunarorðsins þungunarrof, sem fjarlægir konuna frá þeirri gríðarlegu ábyrgð sem hún stendur frammi fyrir þegar hún ákveður að eyða lífi. Hvers vegna í ósköpunum eru getnaðarvarnir ekki ókeypis á Íslandi? Hvers vegna í ósköpunum er ekki aukin kynfræðsla í skólunum, þar sem er lögð áhersla á ábyrgt kynlíf? Og þar á ég að sjálfsögðu við ábyrgð beggja kynja, því að þarna er mjög mikilvægt að kenna drengjunum okkar ábyrga kynhegðun. Erum við Íslendingar virkilega stolt af því að á Íslandi eru flestar fóstureyðingar á Norðurlöndunum? Og mest tíðni kynsjúkdóma? Fóstureyðingalög eru lög sem ná yfir allan málaflokkinn, sem er auðvitað mjög víðtækur. En það hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir þessum fáu undantekningartilfellum án þess að taka í burtu þá umgjörð sem nú er, sem hefur þó veitt konum ákveðinn ramma og utanumhald á erfiðum stundum lífsins. Ég tala út frá eigin reynslu þegar ég segi að ég þurfti verulega á því að halda að hafa aðgang að fagmanneskju sem hjálpaði mér í minni sálarglímu þegar ég stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Ég sé fyrir mér að ef þessi lög verða samþykkt, verði um leið lögð niður sú þjónusta sem hefur staðið konum til boða, m.a. lækna og sálfræðinga, og þar með sparaður heilmikill peningur. Hvernig væri að við spöruðum samfélaginu frekar pening með því að vinna að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir? Þetta bendir t.d. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum á í viðtali á mbl.is 4. apríl 2017. Og konur sem eru í sem mestri neyð, eins og t.d. tilfellin sem Sigurbjörg lýsir í pistli sínum, þær þurfa svo sannarlega á bæði læknisfræðilegum og félagslegum stuðningi að halda í sínum aðstæðum. Lögin eiga að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því. Ég styð eindregið ákvörðunarrétt hverrar konu yfir sínum líkama. En um leið og fóstureyðing er alfarið ákvörðun hverrar konu, þurfum við sem samfélag að tala um það hvaða áherslur við viljum leggja þegar kemur að viðkvæmum málum sem varða mannslíf, því það eru jú mannslíf í húfi.Höfundur er prestur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun