Vinna minna og allir vinna Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 13:15 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar