Umfjöllun: ÍR - FH 26-28 │Öflugur sigur FH í Breiðholti

Svava Kristín Grétarsdóttir í Austurbergi skrifar
Ásbjörn og Halldór Jóhann fagna sigri.
Ásbjörn og Halldór Jóhann fagna sigri. vísir/bára
FH vann tveggja marka sigur á ÍR, 24-26, í Austurbergi í kvöld. Jafn leikur þar sem úrslitin réðust á loka kaflanum en eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 14-15. 

Það var allt í járnum í Austurbergi í kvöld. Liðin skiptust bókstaflega á að skora mörk og var leikurinn jafn frá fyrstu mínútu. Eftir 10. mínútna leik var staðan 4-4 það var lítið skorað og hörku handbolti spilaður.

FH komst mest í tveggja marka forystu, 12-14, en ÍR svaraði strax fyrir það og staðan orðin 14-14 undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum, 14-15.

Þá var komið að síðari hálfleik og spurningin var hvort ÍR myndi halda þetta út. FH náði strax áhlaupi og var komið í þriggja marka forystu eftir 10 mínútur, 16-19. ÍR tók þá leikhlé og stoppaði þennann kafla gestanna.

Þegar stundarfjórðungur var eftir var FH aftur komið í góða stöðu eða fjögurra marka forystu, 18-22. ÍR var þá búið að missa leikinn frá sér og það sem eftir lifði leiks var það bara formsatriði hjá FH að halda stöðuleika og klára leikinn. 

Á 53. mínútu fékk Elías Bóasson, leikmaður ÍR, að líta rauða spjaldið. Anton og Gylfi, dómarar leiksins mátu það svo að Elías hafi slegið í andlitið á Einari Erni Sindrasyni og rautt spjald niðurstaðan. 

Loka mínútan varð spennandi, í stöðunni 25-27 klúðraði FH ærinu á að komast í þriggja marka forystu. Heimamenn skoruðu í næstu sókn og aðeins nokkrar sekúndur eftir þegar FH sækir. Ásbjörn Friðriksson keyrði þá inní vörn ÍR og fiskaði víti og í kjölfarið fékk Sveinn Jóhannsson beint rautt spjald. Dýrt fyrir ÍR. 

Loka tölur í Austurbergi 26-28, sanngjarn sigur FH eftir annars jafnan leik þá var FH heilt yfir betra liðið.  

Af hverju vann FH?

FH var eins og fyrr segir, heilt yfir betra liðið í dag. Hafnfirðingarnir sýndu stöðuleika, varnarlega voru þeir þéttari og sóknarlega voru skynsamari. Það má því segja að gæðin og reynslan hafi skilað þeim sigrinum í dag. 

Hverjir stóðu upp úr?

Björgvin Þór Hólmgeirsson sá algjörlega um sóknarleikinn hjá ÍR, hann átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. Sveinn Jóhannsson var flottur í dag og þá má einnig hrósa Arnari Frey Guðmundssyni fyrir góða innkomu eftir að Sveinn Andri Sveinsson fór af velli meiddur. 

Ásbjörn Friðriksson var bestur í liði FH og einnig markahæstur, stýrði sínum mönnum og skilaði sínu á vellinum. Ágúst Birgisson var að vanda mikilvægur. 

Markverðir liðanna áttu báðir góðan dag, Stephen Nilsen með 14 varða bolta og Birkir Fannar Bragason tók 15 bolta. 

Hvað gekk illa? 

Enn og aftur gekk ÍR illa að klára leikinn. Hörku leikur þar sem þeir áttu séns allan tímann en enn og aftur ná þeir ekki að vinna. Einnig ætlar þeim ekki að takast að spila á sínu sterkasta liði.

Í dag vantaði þeim Bergvin Þór Gíslason og eftir leikinn í kvöld bætist líklega Sveinn Aron Sveinsson á listann og þá er spurning með þá Elías Bóasson og Svein Jóhannsson hvort þeir fái leikbann eftir sín rauðu spjöld. 

Hvað er framundan? 

7. umferðin hefst á sunnudaginn. FH, fer þá í heimsókn í Mosfellsdalinn og mætir þar Aftureldingu, Á mánudaginn fá ÍR-ingar svo Hauka í heimsókn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira