Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 25-25 │Akureyri náði í stig

Þórir Oddsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Grótta og Akureyri skildu jöfn, 25-25, í æsispennandi leik Í Olís-deild karla nú rétt í þessu. Leikurinn var mjög jafn nánast allan leikinn og munurinn á liðunum aldrei meiri en 3 mörk.

Lokamínútur leiksins voru gríðarlega spennandi og náðu norðanmenn að jafna metin á síðustu sekúndu leiksins en gestirnir frá Akureyri höfðu verið að elta allan síðari hálfleikinn.

 

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið skorað á fyrstu mínútum leiksins. Fyrstu mínúturnar einkenndst af góðum varnarleik og áttu báðir markmennirnir stórleik.

Á 17. Mínútu leiksins, í stöðunni 4-4, tók Sverre Jakobsson þjálfari Akureyris leikhlé og fljótlega eftir það voru gestirnir komnir með þriggja marka forrystu. Þá tók Einar Örn  leikhlé og vöknuðu heimamenn aldeilis við það og jöfnuðu metin í 7-7 stuttu eftir það. Staðan í hálfleik var 8-9, Gróttu í vil.

 

Seinni hálfleikur var gríðarlega fjörugur og gjörólíkur þeim fyrri. Bæði lið nýttu færi sín vel og rigndi hreinlega inn mörkum. Gróttumenn leiddu þó mest allan seinni hálfleikinn og leiddu með þremur mörkum, 24-21, þegar aðeins tæplega þrjár mínútur lifðu leiks. Þá settu gestirnir í fluggír og sáu til þess að lokamínútur leiksins yrðu æsispennandi.

Þegar aðeins 6 sekúndur voru eftir af leiknum náðu Akureyringar boltanum og tóku leikhlé. Gestirnir keyrðu þá upp í frábæra sókn og kom Gunnar Valdimar Johnsen boltanum í markið á lokasekúndu leikins. Gríðarlega svekkjandi fyrir Gróttumenn sem höfðu fyrir yfir allan síðari hálfleikinn en gestirnir fara sáttir með stigið norður til Akureyrar.

Hávörnin tók þennan ekki.vísir/daníel
Af hverju endaði leikurinn með jafntefli?

Gróttumenn voru klaufar að missa sigurinn frá sér á lokamínútunum en heimamenn fengu nokkur góð tækifæri til að gera út um leikinn en það vantaði ákveðið drápseðli í liðið. Gróttumenn létu líka reka sig of oft auðveldlega útaf og fór bara allt úrskeiðis hjá liðinu á síðustu 2-3 mínútunum. Akureyringar eiga þá fullt hrós skilið fyrir flotta endurkomu.

 

Hverjir stóðu upp úr?

Sveinn Jose Rivera skoraði 7 mörk og var sífellt að koma sér í færi á línunni og var baneitraður á vítapunktinum. Jóhann Reynir var einnig mjög öflugur, skoraði 5 mörk og skapaði mikið fyrir sína liðsfélaga. Hafþór Vignisson  og Friðrik Svavarsson voru frábærir í sóknarleik gestanna og skoruðu mikið.

Einnig á Gunnar Valdimar Johnsen hrós skilið fyrir flautumarkið en hann var flottur í leiknum. Hreiðar Levý Guðmundsson og Arnar Þór Fylkisson áttu voru frábærir mörkunum í fyrri hálfleik og vörðu eins og berserkir.

 

Hvað gekk illa?

Sóknarleikur beggja liða var mjög slappur í fyrri hálfleik og mjög lítið skorað. Í seinni hálfleik var sóknarleikurinn töluvert betri en vörnin ekki uppá marga fiska, bæði lið fengu of mikið af auðveldum mörkum  á sig. Ljóst er að bæði lið þurfa að gera betur ef þau ætla að ná sér í hagstæð úrslit í næstu umferðum.

 

Hvað gerist næst?

Akureyringar eiga verðugt verkefni fyrir höndum í næstu viku en þeir fá Valsmenn í heimsókn næsta sunnudag. Grótta fær töluvert þægilegri andstæðing, Stjörnuna í heimsókn á nesið næsta sunnudag. Ljóst er að bæði lið munu sækja til sigurs enda stigasöfnun ekki verið nægilega góð í byrjun tímabils.

Jóhann Reynir svífur inn í teiginn.vísir/daníel
Einar: Þetta er ömurlegt

Einar Jónsson, þjálfari Gróttu var að vonum svekktur með úrslitin í kvöld enda leiddi liðið mest allan leikinn en fengu svo á sig jöfnunarmark í blálokin.

 

„Við erum bara klaufar, það er náttúrulega ömurlegt að landa ekki sigri hérna. Við klúðrum of mörgum dauðfærum hérna í lokin og erum að láta reka okkur útaf. Það var bara einhvernveginn þannig að á síðustu tveim mínútunnum gekk bara allt á afturfótunum.

 

Á 25. mínútu leiksins í stöðunni, 4-7 fyrir Akureyri, tók Einar Örn mikilvægt leikhlé og gerði nokkrar breytingar en eftir það komust vöknuðu Gróttumenn heldur betur lífsins og náðu forrystu sem þeir misstu aðeins frá sér á lokasekúndum.

 

„Ég gerði bara einhverjar smá mannabreytingar og við þurftum bara aðeins að skerpa hlutina og það kom miklu meiri kraftur í og eftir það þá spiluðum við held ég bara bara ágætis leik”

 

„Það er bara ekki mikið, ekki neitt. Þetta er fínt bara eins og staðan er í dag,” Sagði Einar aðspurður um hvað þyrfti að breytast hjá liðinu svo gengið myndi batna, en Gróttumenn sitja í 9. Sæti með 6 stig þegar sjö umferðir hafa verið spilaðar.

Sverre fagnar jöfnunarmarkinu.vísir/daníel
Sverre Jakobsson: Það þurfti allt að ganga upp

Akureyringar jöfnuðu leikinn heldur betur á dramatískan hátt á lokasekúndum leiksins eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar aðeins tæplega þrjár mínútur lifðu leiks og var Sverre því að vonum ánægður með stigið að leikslokum.

 

„Tilfinningin er bara mjög góð. Við áttum í aðeins í erfiðleikum í vörninni í seinni hálfleik og fengum mikið af mörkum á okkur. Svo bættum við okkar leik bara mikið í lokin varnarlega og sóknarlega og náum að lokum í mikilvægt stig”

 

Gestirnir náðu þriggja marka forrystu í fyrri hálfleik en misstu hana svo fljótt niður og voru að elta allan leikinn eftir það. Hvað olli þessu?

 

„Tæknifeilar sem hafa verið okkur erfiðir það sem af er vetri, við erum hérna að flýta okkur mikið og forskot sem við erum að byggja upp á löngum tíma hverfur mjög fljótt. Svo erum við svona eiginilega að elta í seinni en eins og ég segi þá svona miðað við gang leiksins þá getum við bara fagnað því að ná stigi hérna.”

 

Sverre tók tvsivar sinnum leikhlé seint í leiknum sem virtist gera mikið fyrir leik gestananna og færðist meiri kraftur í þá. Liðið fór að gera töluvert betur í bæði vörn og sókn og uppskáru þeir að lokum stigið.

 

„Þetta voru bara aðeins áherslubreytingar varnarlega og svo forum við bara aðeins framar á völlinn og náðum að sækja á vissa staði í sóknarlega og þetta bara skilaði sér. Við höfðum heppnina náttúrulega svolítið með okkur og það þurfti allt að ganga upp bara til í að ná í stigið og það sem betur fer tókst.”

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira