524 sinnum í viku Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 11:00 Ég uppfærði stýrikerfið á símanum mínum í vikunni. Slíkt væri vart í frásögur færandi ef ekki hefði hrikt í stoðum sjálfsmyndar minnar í kjölfarið. Um síðustu helgi var eiginmaðurinn sendur í útlegð út á róló með grislingana tvo á meðan móðirin var heima og kláraði að skrifa bók. Einbeitingin var rofin þegar vídjó barst frá róluvellinum. Ég teygði mig í símann. Eiginmaðurinn hafði fest á myndband augnablikið þegar tveggja ára sonur okkar fékk sig svo fullsaddan af því að pabbi hans héngi á internetinu alla rólóferðina að hann arkaði upp að pabbanum, sló í buxnavasa hans og orgaði: „Inn í hér, inn í hér.“ Hann vildi að pabbinn setti símann í vasann. Þar sem ég sat í mjúkum skrifborðsstól, með heitt kaffi og hlustaði á regnið bylja á glugganum var auðvelt að halda uppeldis-kvarðanum í útópískum hæðum. „Hangir þú bara í símanum?“ skrifaði ég regnvotum karlinum til baka. „Ertu ekkert að tala við þau? Mynda tengsl? Eiga við þau uppbyggileg samtöl um margföldunartöfluna; útskýra fyrir þeim hvers vegna himinninn er blár; kenna þeim að lemja frá sér án þess að hinir fullorðnu sjái til?“ Engin svör bárust en ég hef eiginmanninn grunaðan um að hafa eytt mér af WhatsApp.Tæknilegar syndir Ég hef löngum stært mig af því að vera ekki símakona. Þegar ég endurnýja farsímann felst það iðulega í því að ég tek við gamla síma eiginmannsins þegar hann fær sér nýjan. Símaáskrift mín inniheldur lítið gagnamagn, örfáar innifaldar mínútur – en ótakmarkaðan fjölda af SMS-skilaboðum sem símafyrirtæki virðast eiga jafnerfitt með að koma út og hamborgarhryggjum í janúar. Ástæða þess að ég er ekki með nefið ofan í símanum hverja stund er þó ekki sú að ég sé svo dyggðug heldur einfaldlega að ég sit við tölvu allan daginn þar sem ég drýgi mínar tæknilegu syndir. Missi ég einbeitinguna eitt andartak í vinnunni öðlast fingur mínir sjálfstæðan vilja og skyndilega blasir Facebook við mér á tölvuskjánum; strandi ég í verkefni leita ég lausna í myndum af flekklausum brosum og filteruðum veruleika á Instagram. Með nýja stýrikerfinu á símanum mínum fylgdi þjónusta sem mælir hvað ég nota símann minn mikið. Í ljós kom að þvert á sjálfsmynd mína er ég símakona. Þrátt fyrir að sitja við tölvuskjá í átta til tíu tíma á dag tókst mér engu að síður að eyða einni og hálfri klukkustund að meðaltali í símanum á dag. Mælingar sýna að ég gríp símann á lofti að meðaltali 74 sinnum á dag; 524 sinnum í viku. Síminn minn pípir 522 sinnum á viku. Ég fæ 220 skilaboð á WhatsApp, 31 á Facebook, 26 á Snapchat. Ég er með myndavélina á lofti í 37 mínútur á viku. Ég skoða eigin ljósmyndir í 26 mínútur. Tími í gíslingu Á morgun stendur Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi. Er átakinu ætlað að vekja fólk til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar en rannsóknir gefa til kynna að snjallsímanotkun foreldra geti haft áhrif á tengslamyndun foreldra og barna þar sem foreldri er andlega fjarverandi sökum snjallsímanotkunar. Nútímafólk þjáist af krónískum tímaskorti. Það er svo ótalmargt sem okkur langar til að gera en komumst ekki yfir í annríki hversdagsins. Ég hef til dæmis ekki horft á heila bíómynd í sjónvarpinu síðan sonur minn fæddist fyrir tveimur árum. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma. Eða það hélt ég. Á morgun ætla ég að hafa slökkt á símanum mínum. Ég ætla að gera það fyrir grislingana tvo sem munu eiga athygli mína óskipta er þeir rífast um hvort fær að leika sér að tómri klósettrúllu á meðan barnaherbergi stútfullt af leikföngum stendur óhreyft. En ég ætla líka að gera það fyrir sjálfa mig. Því mælingar sýna að ég hef eina og hálfa klukkustund aflögu á degi hverjum. Ég ætla að endurheimta frítíma minn úr gíslingu farsímans og horfa á bíómynd. Hvað er miklu af tíma þínum haldið í gíslingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég uppfærði stýrikerfið á símanum mínum í vikunni. Slíkt væri vart í frásögur færandi ef ekki hefði hrikt í stoðum sjálfsmyndar minnar í kjölfarið. Um síðustu helgi var eiginmaðurinn sendur í útlegð út á róló með grislingana tvo á meðan móðirin var heima og kláraði að skrifa bók. Einbeitingin var rofin þegar vídjó barst frá róluvellinum. Ég teygði mig í símann. Eiginmaðurinn hafði fest á myndband augnablikið þegar tveggja ára sonur okkar fékk sig svo fullsaddan af því að pabbi hans héngi á internetinu alla rólóferðina að hann arkaði upp að pabbanum, sló í buxnavasa hans og orgaði: „Inn í hér, inn í hér.“ Hann vildi að pabbinn setti símann í vasann. Þar sem ég sat í mjúkum skrifborðsstól, með heitt kaffi og hlustaði á regnið bylja á glugganum var auðvelt að halda uppeldis-kvarðanum í útópískum hæðum. „Hangir þú bara í símanum?“ skrifaði ég regnvotum karlinum til baka. „Ertu ekkert að tala við þau? Mynda tengsl? Eiga við þau uppbyggileg samtöl um margföldunartöfluna; útskýra fyrir þeim hvers vegna himinninn er blár; kenna þeim að lemja frá sér án þess að hinir fullorðnu sjái til?“ Engin svör bárust en ég hef eiginmanninn grunaðan um að hafa eytt mér af WhatsApp.Tæknilegar syndir Ég hef löngum stært mig af því að vera ekki símakona. Þegar ég endurnýja farsímann felst það iðulega í því að ég tek við gamla síma eiginmannsins þegar hann fær sér nýjan. Símaáskrift mín inniheldur lítið gagnamagn, örfáar innifaldar mínútur – en ótakmarkaðan fjölda af SMS-skilaboðum sem símafyrirtæki virðast eiga jafnerfitt með að koma út og hamborgarhryggjum í janúar. Ástæða þess að ég er ekki með nefið ofan í símanum hverja stund er þó ekki sú að ég sé svo dyggðug heldur einfaldlega að ég sit við tölvu allan daginn þar sem ég drýgi mínar tæknilegu syndir. Missi ég einbeitinguna eitt andartak í vinnunni öðlast fingur mínir sjálfstæðan vilja og skyndilega blasir Facebook við mér á tölvuskjánum; strandi ég í verkefni leita ég lausna í myndum af flekklausum brosum og filteruðum veruleika á Instagram. Með nýja stýrikerfinu á símanum mínum fylgdi þjónusta sem mælir hvað ég nota símann minn mikið. Í ljós kom að þvert á sjálfsmynd mína er ég símakona. Þrátt fyrir að sitja við tölvuskjá í átta til tíu tíma á dag tókst mér engu að síður að eyða einni og hálfri klukkustund að meðaltali í símanum á dag. Mælingar sýna að ég gríp símann á lofti að meðaltali 74 sinnum á dag; 524 sinnum í viku. Síminn minn pípir 522 sinnum á viku. Ég fæ 220 skilaboð á WhatsApp, 31 á Facebook, 26 á Snapchat. Ég er með myndavélina á lofti í 37 mínútur á viku. Ég skoða eigin ljósmyndir í 26 mínútur. Tími í gíslingu Á morgun stendur Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi. Er átakinu ætlað að vekja fólk til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar en rannsóknir gefa til kynna að snjallsímanotkun foreldra geti haft áhrif á tengslamyndun foreldra og barna þar sem foreldri er andlega fjarverandi sökum snjallsímanotkunar. Nútímafólk þjáist af krónískum tímaskorti. Það er svo ótalmargt sem okkur langar til að gera en komumst ekki yfir í annríki hversdagsins. Ég hef til dæmis ekki horft á heila bíómynd í sjónvarpinu síðan sonur minn fæddist fyrir tveimur árum. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma. Eða það hélt ég. Á morgun ætla ég að hafa slökkt á símanum mínum. Ég ætla að gera það fyrir grislingana tvo sem munu eiga athygli mína óskipta er þeir rífast um hvort fær að leika sér að tómri klósettrúllu á meðan barnaherbergi stútfullt af leikföngum stendur óhreyft. En ég ætla líka að gera það fyrir sjálfa mig. Því mælingar sýna að ég hef eina og hálfa klukkustund aflögu á degi hverjum. Ég ætla að endurheimta frítíma minn úr gíslingu farsímans og horfa á bíómynd. Hvað er miklu af tíma þínum haldið í gíslingu?
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun