Sameinuð stöndum við… Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar