Neyðarsöfnun Rauða krossins hafin vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen Heimsljós kynnir 5. nóvember 2018 09:30 Skortur á mat, hreinu vatni og eldsneyti hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks í Jemen. Rauði krossinn „Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ segir Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á Íslandi sem hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar og bregst við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar alvarlegu neyðar sem er í Jemen. Vegna vopnaðra átaka í landinu er viðvarandi fæðuskortur og vöntun á heilbrigðisaðstoð.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Yves Daccord framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins.gunnisalSveinn tekur undir orð Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), sem fundaði m.a. íslenskum ráðamönnum í síðasta mánuði og ræddi mikilvægt hlutverk Íslands og smærri ríkja sem geta haft mikil áhrif í baráttu sem þessari. „Við vitum að ríki á borð við Ísland geta haft áhrif á alþjóðavettvangi og því hvetjum við íslensk stjórnvöld áfram til dáða í því mikilvæga starfi sem þau hafa þegar sinnt í þágu þolenda í Jemen og að fundin verði lausn á átökunum sem gagnist fólkinu í landinu. Nú þegar hefur Ísland vakið mikla athygli fyrir málflutning sinn hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og það gerði utanríkisráðherra einnig í máli sínu á allsherjarþingi SÞ fyrr á árinu þar sem hann ræddi meðal annars um ástandið í Jemen. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda eru því mjög jákvæð og ákveðin“ segir Sveinn, en bætir við að ljóst sé að „þörf er á samstilltu átaki alþjóðasamfélagsins til leysa þau fjölþættu vandamál sem Jemen stendur frammi fyrir.“ Aðstæður í Jemen eru gríðarlega slæmar. Skortur á mat, hreinu vatni og eldsneyti hefur mikil áhrif á daglegt líf fyrir borgara landsins og þarf því mikill meirihluti þjóðarinnar á neyðaraðstoð að halda. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð. „Vandamál í Jemen eru gríðarleg og margslungin. Dauðsföll í landinu eru mikil vegna vopnaðra átaka, skorts á mat, heilbrigðiskerfið hefur eyðilagst í átökunum og innviðir og grunnstoðir landsins hafa lamast. Hafnbann einangrar landið og gerir flutning á matvælum og neyðarvistum nánast ómögulegan. Hjálparstarfsmenn á vettvangi hafa orðið fyrir árásum sem gerir það að verkum að allt hjálparstarf reynist erfitt og afar hættulegt,“ segir í frétt á vef Rauða krossins. o 80% þjóðarinnar, eða um 22 milljónir af 27 milljónum Jemena, þurfa á aðstoð að halda o 15,7 milljónir hafa ekki greiðan aðgang að vatni o 14,8 milljónir Jemena hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum eða heilsugæslu o 2,9 milljónir Jemena hafa yfirgefið heimili sín og eru á flótta vegna átakanna í landinu o Milljónir íbúa Jemen fá eina máltíð á dag og vita ekki hvaðan eða hvenær næsta máltíð kemur Áætlað er að 60% þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigiðiskerfi hefur hrunið. Gríðarlegur skortur er á bólusetningum barna og fjöldi vannærðra barna er mikill. Hefur þetta í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist. Fréttir benda til þess að útbreiðsla ýmissa sjúkdóma, svo sem mislinga og kóleru, hafi aukist mikið undanfarið. Á vef Rauða krossins segir að almennir borgarar Jemen hafi blandast í átökin í landinu og óásættanlegt sé hvaða áhrif þau hafa haft á daglegt líf stærsta hluta borgara landsins. „Sem dæmi má nefna að rúmlega 2500 skólar hafa verið eyðilagðir í átökunum. Fjölskyldur í landinu leita skjóls hvar sem það er að finna þar sem heimili þeirra hafa verið lögð í rúst. Sprengjuárásir á hlutlaus skotmörk, íbúabyggðir og spítala eru sérstaklega til þess fallnar til að setja líf almennra borgara í hættu og koma daglegu lífi þeirra úr skorðum,“ segir í fréttinni. Elín J. Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, fór á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) til Jemen síðastliðinn vetur og vor og segir neyðina mikla. Þegar hún var á svæðinu var mikill skortur á ýmsum nauðsynjum og rafmagn t.d. mjög ótryggt. Aðstæður hafa síst batnað. Teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins útvegaði lyf, rúm, dýnur, lök og ýmis tæki. Rauði krossinn sinnti ekki aðeins sjúklingum heldur einnig fólki sem missti heimili sín eða var orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Umfang þessara vandamála eru því gríðarleg og daglegt líf Jemena versnar með hverjum deginum. Ástandið mun ekki batna nema að alþjóðasamfélagið og almenningur bregðist við.Frétt Rauða krossinsÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hjálparstarf Jemen Þróunarsamvinna Mest lesið Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent Brú yfir Saxelfi hrundi í Dresden Erlent
„Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ segir Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á Íslandi sem hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar og bregst við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar alvarlegu neyðar sem er í Jemen. Vegna vopnaðra átaka í landinu er viðvarandi fæðuskortur og vöntun á heilbrigðisaðstoð.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Yves Daccord framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins.gunnisalSveinn tekur undir orð Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), sem fundaði m.a. íslenskum ráðamönnum í síðasta mánuði og ræddi mikilvægt hlutverk Íslands og smærri ríkja sem geta haft mikil áhrif í baráttu sem þessari. „Við vitum að ríki á borð við Ísland geta haft áhrif á alþjóðavettvangi og því hvetjum við íslensk stjórnvöld áfram til dáða í því mikilvæga starfi sem þau hafa þegar sinnt í þágu þolenda í Jemen og að fundin verði lausn á átökunum sem gagnist fólkinu í landinu. Nú þegar hefur Ísland vakið mikla athygli fyrir málflutning sinn hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og það gerði utanríkisráðherra einnig í máli sínu á allsherjarþingi SÞ fyrr á árinu þar sem hann ræddi meðal annars um ástandið í Jemen. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda eru því mjög jákvæð og ákveðin“ segir Sveinn, en bætir við að ljóst sé að „þörf er á samstilltu átaki alþjóðasamfélagsins til leysa þau fjölþættu vandamál sem Jemen stendur frammi fyrir.“ Aðstæður í Jemen eru gríðarlega slæmar. Skortur á mat, hreinu vatni og eldsneyti hefur mikil áhrif á daglegt líf fyrir borgara landsins og þarf því mikill meirihluti þjóðarinnar á neyðaraðstoð að halda. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð. „Vandamál í Jemen eru gríðarleg og margslungin. Dauðsföll í landinu eru mikil vegna vopnaðra átaka, skorts á mat, heilbrigðiskerfið hefur eyðilagst í átökunum og innviðir og grunnstoðir landsins hafa lamast. Hafnbann einangrar landið og gerir flutning á matvælum og neyðarvistum nánast ómögulegan. Hjálparstarfsmenn á vettvangi hafa orðið fyrir árásum sem gerir það að verkum að allt hjálparstarf reynist erfitt og afar hættulegt,“ segir í frétt á vef Rauða krossins. o 80% þjóðarinnar, eða um 22 milljónir af 27 milljónum Jemena, þurfa á aðstoð að halda o 15,7 milljónir hafa ekki greiðan aðgang að vatni o 14,8 milljónir Jemena hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum eða heilsugæslu o 2,9 milljónir Jemena hafa yfirgefið heimili sín og eru á flótta vegna átakanna í landinu o Milljónir íbúa Jemen fá eina máltíð á dag og vita ekki hvaðan eða hvenær næsta máltíð kemur Áætlað er að 60% þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigiðiskerfi hefur hrunið. Gríðarlegur skortur er á bólusetningum barna og fjöldi vannærðra barna er mikill. Hefur þetta í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist. Fréttir benda til þess að útbreiðsla ýmissa sjúkdóma, svo sem mislinga og kóleru, hafi aukist mikið undanfarið. Á vef Rauða krossins segir að almennir borgarar Jemen hafi blandast í átökin í landinu og óásættanlegt sé hvaða áhrif þau hafa haft á daglegt líf stærsta hluta borgara landsins. „Sem dæmi má nefna að rúmlega 2500 skólar hafa verið eyðilagðir í átökunum. Fjölskyldur í landinu leita skjóls hvar sem það er að finna þar sem heimili þeirra hafa verið lögð í rúst. Sprengjuárásir á hlutlaus skotmörk, íbúabyggðir og spítala eru sérstaklega til þess fallnar til að setja líf almennra borgara í hættu og koma daglegu lífi þeirra úr skorðum,“ segir í fréttinni. Elín J. Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, fór á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) til Jemen síðastliðinn vetur og vor og segir neyðina mikla. Þegar hún var á svæðinu var mikill skortur á ýmsum nauðsynjum og rafmagn t.d. mjög ótryggt. Aðstæður hafa síst batnað. Teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins útvegaði lyf, rúm, dýnur, lök og ýmis tæki. Rauði krossinn sinnti ekki aðeins sjúklingum heldur einnig fólki sem missti heimili sín eða var orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Umfang þessara vandamála eru því gríðarleg og daglegt líf Jemena versnar með hverjum deginum. Ástandið mun ekki batna nema að alþjóðasamfélagið og almenningur bregðist við.Frétt Rauða krossinsÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hjálparstarf Jemen Þróunarsamvinna Mest lesið Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent Brú yfir Saxelfi hrundi í Dresden Erlent
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent