Þakið rifið af leiguþökum Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 6. nóvember 2018 10:13 Peningar, hver vill þá ekki? Þú þarft þá til að gera allt. Borða, keyra, læra, skemmta þér og til að eiga húsaskjól. Flest fáum við pening með því að selja vinnuveitanda tíma okkar, svo bíðum við spennt eftir mánaðamótunum, þegar allur arfur strytisins kemur í hendurnar á okkur, í gegnum blessaðan heimabankann. Eitthvað fer af peningnum í skattinn, en það verður að hafa það, en svo stendur fengurinn eftir, „eftir skatt.“ En þá er ekki sagan öll. Nú þarf að skipta niður sjóðinum í bensín, mat, föt, kannski fjögur stykki vetrardekk, skó, wifi, inneign á farsímann og svo íbúðina. En þá kemur babb í bátinn. Íbúðin er dýrari en í síðasta mánuði, og þann mánuðinn var hún dýrari en mánuðinn á undan. Þetta er veruleiki margra Íslendinga, sem sjá allan þennan eftirsótta pening gufa upp í höndunum á sér, gleyptann af leigumarkaðinum. Markaði sem er algerlega útþaninn og ónáttúrulegur, með verð sem ættu ekki að líðast. Þá er ekki skrýtið að fólk leyti lausna. Ein þeirra, sem er með þeim vinsælli nú til dags, er að setja þak á húsaleigu. Þessi lausn hefur verið lögð fram af einstaklingum á borð við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherrra okkar¹, og er eitt af megin baráttumálum Samtaka leigjenda á Íslandi. Hugmyndin var einnig nýlega tekin til greina af Ásmundi Einar Daðasyni, Félags-og jafnréttismála ráðherra, í viðtali hans á Stöð 2². Þetta er í raun mjög skiljanlegt svar við veruleika dagsins í dag. En er það skynsamlegt? Ekki er hægt að búast við því að löggjöf að slíkum toga hafi ekki fleiri áhrif en ætlast er. Hagkerfið er flókinn vefur af samningum, reglum og venjum sem teygist yfir allt samfélagið okkar. Þegar snert er við einum þræði, skapar það skjálfta sem dreifist út í alla anga hans, og má finna fyrir ófyrirséðum áhrifum á furðulegustu stöðum. Lítum á þetta frá því sjónarhorni að þú átt það mikið á milli handana, að þú hyggist fjárfesta í íbúð, í þeim tilgangi að leigja hana út. Nú er ákveðin kostnaður við það að kaupa húsið, eða að byggja það ef þess þarf, og þar með eru ákveðnar hindranir sem þarf að koma sér framhjá í regluverkinu. Eftir það, þarf að viðhalda húsnæðinu. Eins og er, eru þetta hindranir sem eru þess virði, því hægt er að krefjast um hátt verð, bæði vegna þess að aðrir útleigjendur þurfa að glíma við sama kostnað, en líka vegna þess að mikil eftirspurn er fyrir lóðum og leiguhúsnæði. Segjum sem svo að þak sé sett á leiguverð. Jafnvel þótt að verðið sé aðeins lækkað það mikið að þú græðir enn á lóðinni, þá hefur það áhrif á ákvarðanatöku þína. Nú er fjárfestingin orðin óstöðugri, þar sem minna svigrúm er til að halda sér á floti yfir sveiflum markaðarins. Þú hefur líka litla ástæðu til að viðhalda húsnæðinu ef þú færð ekkert út úr því. Við þessar aðstæður þætti þér örugglega skynsamara að fjárfesta peningnum þínum annarstaðar. Jafnvel ef þú ætlaðir að fjárfesta í íbúð, þá myndirðu mikið frekar leigja hana túristum. Ef reglur á húsnæðismarkaði verða of þungar, gæti það orðið til þess að þú og allir hinir fjárfestarnir yfirgefið hann alveg. Ég gef ekki upp þetta dæmi til að vekja vorkunn í hjarta þér fyrir öllu aumingja ríka fólkinu, því það spjarar sig. Fólkið sem lendir verst í þessu verður fólkið sem á það nú þegar erfiðast á þessum grimma markaði. Fólkið sem hver þúsundkall skiptir máli fyrir. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna, að þar sem verðþök hafa verð lögð, skapast skortur. Sem dæmi má nefna húsnæðismarkaðina í Lundúnum, Berlín, New York og Los Angeles. Enda er það líka samþykkt af um 93% hagfræðinga³, hvort sem þeir hallist til hægri eða vinstri, að leiguþök eru með verstu lausnum við háu verði. Ef leiguþaki verður stillt á hér á landi mun það aðeins auka húsnæðisskort, og gera aðstæður leigjenda verri. Því lengur sem þakið stæði, því verri yrði skorturinn, þar sem fjárfestar hafa litlar ástæður til að byggja frekari húsnæði til leigu, og fólk neyðist til að leigja húsnæði sem er ekki haldið við af eigendunum. En hvað er þá hægt að gera í málunum. Hér er greinilega vandamál, eigum við bara að sitja hjá og leifa því að éta í sundur bankareikningana okkar, og svo veskin í eftirrétt? Það kemur svo vel til að það eru til lausnir á vandanum. Til að nefna nokkur dæmi, það má lækka skatt á húsnæðisleigu, liðka til um byggingarreglugerðir og einfaldlega opna meira land til lóðakaupa í stað þess að vinna alltaf að “þéttingu”, það er ekki eins og það sé skortur á móa.Höfundur er varaformaður Sambands frjálslyndra framhaldsskólanema. 1. https://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=144&lidur=lid20150604T100924 2. https://www.visir.is/g/2018181039878 3. https://econpapers.repec.org/article/aeaaecrev/v_3a82_3ay_3a1992_3ai_3a2_3ap_3a203-09.htm Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Peningar, hver vill þá ekki? Þú þarft þá til að gera allt. Borða, keyra, læra, skemmta þér og til að eiga húsaskjól. Flest fáum við pening með því að selja vinnuveitanda tíma okkar, svo bíðum við spennt eftir mánaðamótunum, þegar allur arfur strytisins kemur í hendurnar á okkur, í gegnum blessaðan heimabankann. Eitthvað fer af peningnum í skattinn, en það verður að hafa það, en svo stendur fengurinn eftir, „eftir skatt.“ En þá er ekki sagan öll. Nú þarf að skipta niður sjóðinum í bensín, mat, föt, kannski fjögur stykki vetrardekk, skó, wifi, inneign á farsímann og svo íbúðina. En þá kemur babb í bátinn. Íbúðin er dýrari en í síðasta mánuði, og þann mánuðinn var hún dýrari en mánuðinn á undan. Þetta er veruleiki margra Íslendinga, sem sjá allan þennan eftirsótta pening gufa upp í höndunum á sér, gleyptann af leigumarkaðinum. Markaði sem er algerlega útþaninn og ónáttúrulegur, með verð sem ættu ekki að líðast. Þá er ekki skrýtið að fólk leyti lausna. Ein þeirra, sem er með þeim vinsælli nú til dags, er að setja þak á húsaleigu. Þessi lausn hefur verið lögð fram af einstaklingum á borð við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherrra okkar¹, og er eitt af megin baráttumálum Samtaka leigjenda á Íslandi. Hugmyndin var einnig nýlega tekin til greina af Ásmundi Einar Daðasyni, Félags-og jafnréttismála ráðherra, í viðtali hans á Stöð 2². Þetta er í raun mjög skiljanlegt svar við veruleika dagsins í dag. En er það skynsamlegt? Ekki er hægt að búast við því að löggjöf að slíkum toga hafi ekki fleiri áhrif en ætlast er. Hagkerfið er flókinn vefur af samningum, reglum og venjum sem teygist yfir allt samfélagið okkar. Þegar snert er við einum þræði, skapar það skjálfta sem dreifist út í alla anga hans, og má finna fyrir ófyrirséðum áhrifum á furðulegustu stöðum. Lítum á þetta frá því sjónarhorni að þú átt það mikið á milli handana, að þú hyggist fjárfesta í íbúð, í þeim tilgangi að leigja hana út. Nú er ákveðin kostnaður við það að kaupa húsið, eða að byggja það ef þess þarf, og þar með eru ákveðnar hindranir sem þarf að koma sér framhjá í regluverkinu. Eftir það, þarf að viðhalda húsnæðinu. Eins og er, eru þetta hindranir sem eru þess virði, því hægt er að krefjast um hátt verð, bæði vegna þess að aðrir útleigjendur þurfa að glíma við sama kostnað, en líka vegna þess að mikil eftirspurn er fyrir lóðum og leiguhúsnæði. Segjum sem svo að þak sé sett á leiguverð. Jafnvel þótt að verðið sé aðeins lækkað það mikið að þú græðir enn á lóðinni, þá hefur það áhrif á ákvarðanatöku þína. Nú er fjárfestingin orðin óstöðugri, þar sem minna svigrúm er til að halda sér á floti yfir sveiflum markaðarins. Þú hefur líka litla ástæðu til að viðhalda húsnæðinu ef þú færð ekkert út úr því. Við þessar aðstæður þætti þér örugglega skynsamara að fjárfesta peningnum þínum annarstaðar. Jafnvel ef þú ætlaðir að fjárfesta í íbúð, þá myndirðu mikið frekar leigja hana túristum. Ef reglur á húsnæðismarkaði verða of þungar, gæti það orðið til þess að þú og allir hinir fjárfestarnir yfirgefið hann alveg. Ég gef ekki upp þetta dæmi til að vekja vorkunn í hjarta þér fyrir öllu aumingja ríka fólkinu, því það spjarar sig. Fólkið sem lendir verst í þessu verður fólkið sem á það nú þegar erfiðast á þessum grimma markaði. Fólkið sem hver þúsundkall skiptir máli fyrir. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna, að þar sem verðþök hafa verð lögð, skapast skortur. Sem dæmi má nefna húsnæðismarkaðina í Lundúnum, Berlín, New York og Los Angeles. Enda er það líka samþykkt af um 93% hagfræðinga³, hvort sem þeir hallist til hægri eða vinstri, að leiguþök eru með verstu lausnum við háu verði. Ef leiguþaki verður stillt á hér á landi mun það aðeins auka húsnæðisskort, og gera aðstæður leigjenda verri. Því lengur sem þakið stæði, því verri yrði skorturinn, þar sem fjárfestar hafa litlar ástæður til að byggja frekari húsnæði til leigu, og fólk neyðist til að leigja húsnæði sem er ekki haldið við af eigendunum. En hvað er þá hægt að gera í málunum. Hér er greinilega vandamál, eigum við bara að sitja hjá og leifa því að éta í sundur bankareikningana okkar, og svo veskin í eftirrétt? Það kemur svo vel til að það eru til lausnir á vandanum. Til að nefna nokkur dæmi, það má lækka skatt á húsnæðisleigu, liðka til um byggingarreglugerðir og einfaldlega opna meira land til lóðakaupa í stað þess að vinna alltaf að “þéttingu”, það er ekki eins og það sé skortur á móa.Höfundur er varaformaður Sambands frjálslyndra framhaldsskólanema. 1. https://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=144&lidur=lid20150604T100924 2. https://www.visir.is/g/2018181039878 3. https://econpapers.repec.org/article/aeaaecrev/v_3a82_3ay_3a1992_3ai_3a2_3ap_3a203-09.htm
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar