Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 14:00 vísir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30