Geðheilbrigðisstefnumótun Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. október 2018 09:34 Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun