Fyrirgefningin Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 21. október 2018 12:45 Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á „lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. Fyrirsvarsmenn þessarar síðu eru svonefndir femínistar og beinast allar árásir síðunnar að kynbræðrum mínum, svokölluðum karlmönnum. Eru þeir sakaðir um að halda vísvitandi uppi því sem þetta fólk kallar „feðraveldi“ og mun eiga að tákna einhvers konar yfirráð karla yfir konum. Mælt er svo fyrir á síðunni, að ekki þurfi að rökstyðja það sem sagt er og rökræður séu ekki leyfðar. Ég birti dæmi um margs konar ummæli um mig, sem öll voru innihaldslaus hrakyrði og engin grein var gerð fyrir ástæðum þess að ég var úthrópaður með þessum hætti. Ég birti nöfn ræðumanna í hverju einstöku tilfelli. Þeir höfðu, þegar þeir birtu níðið, gleymt þeim gamalkunnu sannindum að með tjáningu sinni lýsa menn sjálfum sér miklu fremur en öðrum. Viðbrögðin sem ég fékk við þessu tilskrifi voru mun meiri en ég hafði búist við. Þetta mátti sjá á netsíðum þar sem sagt var frá greininni eða hún birt. Sjálfur fékk ég tölvupósta, smáskilaboð og símtöl frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Það vildi sýna mér stuðning við efni greinar minnar. Það var eins og lesendur hefðu áttað sig á því að þessir heitfengu femínistar væru hreinlega andstæðingar hinnar lýðræðislegu aðferðar sem við beitum um málefni sem okkur kann að greina á um.Hin lýðræðislega aðferð Í þeirri aðferð felst að mæla ekki fyrir um hvaða skoðanir skuli vera mönnum heimilar, eins og gert er í alræðisríkjum. Við höfum í staðinn tekið upp aðferð tjáningarfrelsisins. Sú aðferð felst í því að ræða saman með röksemdum um ágreiningsefni okkar. Með þeim hætti getum við hugsanlega talið viðmælanda okkar hughvarf og einnig geta þeir sem á hlýða tekið afstöðu ef þeir vilja á grundvelli fram borinna röksemda. Þessi aðferð sýnir ákveðinn þroska þeirra sem beita henni og hún er bæði falleg og friðsamleg.Ýmis önnur grundvallaratriði geta talist einkenna þjóðfélagsgerð okkar. Auk tjáningarfrelsisins verndum við meðal annars funda- og félagafrelsi, jafnrétti borgara án tillits til kynferðis þeirra, eignarrétt og réttinn til réttlátrar meðferðar mála okkar fyrir dómi, svo einhverjir þættir séu nefndir.Meðal þess sem við ættum ekki að gera, þegar við ræðum við og um annað fólk, er að rangfæra eða snúa út úr því sem það segir eða að gera því upp hvatir sem við vitum sjaldnast mikið um.Mér sýnist sú bylgja sem reis við frásögn mína hafa náð til þessara ofstækisfullu femínista sem halda síðunni úti. Það kom nefnilega frá þeim yfirlýsing þar sem þær tóku fram að á síðu þeirra hefðu birst ummæli sem ekki væru viðeigandi. Líklega hefur slík viðurkenning ekki fengist frá þeim fyrr. Þær hljóta að hafa fundið fyrir andúðinni sem þær hafa vakið á sjálfum sér með framkomu sinni. Þær gengu meira að segja mun lengra en þetta, því þær sögðust myndu gæta þess framvegis að umræðunum yrði haldið innan siðferðismarka. Útúrsnúningar Svo tóku þær upp ummæli sem ég hafði viðhaft í tengslum við mál Róberts Downey í fyrra. Þá hafði ég látið þau orð falla að fórnarlömb afbrota hans myndu gera sjálfum sér greiða ef þau gætu hreinlega fyrirgefið honum. Nú segja konurnar í yfirlýsingu sinni að ég hafi „ætlast til“ þess að þolendur fyrirgæfu manninum. Þetta er útúrsnúningur úr orðum mínum. Ég var bara að benda á þau viðurkenndu sannindi að þolendur afbrota eiga betra með að komast frá þeim og illum áhrifum þeirra ef þeim tekst að finna fyrirgefninguna. Þennan boðskap er að finna í Biblíunni og sálfræðingar veita ráð í þessa veru. Orð mín um þetta beindust ekki að því að réttlæta brot Róberts, eins og mér virðist nú vera haldið fram, þó að ég hafi þá endurtekið þetta þrásinnis. Þeim var ætlað að styðja þolendur afbrota hans í að finna framhald sem ekki þyrfti að einkennast af hatri til hans sem einungis ylli þolandanum vanlíðan en ekki brotamanninum.Ég geri engar athugasemdir við að fólk andmæli þessari skoðun minni og telji viðvarandi hatur betra en fyrirgefninguna. Þetta gefur hins vegar ekkert tilefni til að veitast að mér með sóðalegum orðaflaumi, þar sem auk annars er gefið í skyn að ég styðji kynferðisbrot!! Í orðræðunni um mig hefur auk annars verið sagt að ég sé „þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna“. Ég held að ég hafi á starfsferli mínum sem lögmaður varið aðeins einn mann, sem var sakaður um kynferðisbrot, og hann var sýknaður. Mitt eigið ráð Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi.Þessar miklu baráttukonur hafa ekki viljað eiga við mig orðastað nema á opinberum vettvangi. Ég vil því taka hér fram að ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hringdu til mín um helgina kallaði þig, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, nettröll og femínistatussu. Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar. Ég er með skrifstofu að Síðumúla 27, efri hæð. Hringdu samt á undan þér svo við getum fest viðtalstíma.Svo endurtek ég boð mitt um að koma á fund ykkar svæðiskvenna til að ræða málið. Ég trúi því ekki að þið óttist að skiptast á orðum við gæðablóð eins og mig, nú þegar þið hafið fallist á sjónarmið mín um að halda umræðum innan siðgæðismarka. Ég geri bara þá kröfu til fundarins að einn tali í einu og ég fái svipaðan tíma og þið. Þið megið tilnefna fundarstjóra.Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Tengdar fréttir Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56 Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Fyrir helgina var birt grein eftir mig þar sem ég greindi frá sóðalegri orðræðu á „lokuðu svæði“ á fasbókinni þar sem ausið er illyrðum og óhróðri yfir nafngreinda einstaklinga. Fyrirsvarsmenn þessarar síðu eru svonefndir femínistar og beinast allar árásir síðunnar að kynbræðrum mínum, svokölluðum karlmönnum. Eru þeir sakaðir um að halda vísvitandi uppi því sem þetta fólk kallar „feðraveldi“ og mun eiga að tákna einhvers konar yfirráð karla yfir konum. Mælt er svo fyrir á síðunni, að ekki þurfi að rökstyðja það sem sagt er og rökræður séu ekki leyfðar. Ég birti dæmi um margs konar ummæli um mig, sem öll voru innihaldslaus hrakyrði og engin grein var gerð fyrir ástæðum þess að ég var úthrópaður með þessum hætti. Ég birti nöfn ræðumanna í hverju einstöku tilfelli. Þeir höfðu, þegar þeir birtu níðið, gleymt þeim gamalkunnu sannindum að með tjáningu sinni lýsa menn sjálfum sér miklu fremur en öðrum. Viðbrögðin sem ég fékk við þessu tilskrifi voru mun meiri en ég hafði búist við. Þetta mátti sjá á netsíðum þar sem sagt var frá greininni eða hún birt. Sjálfur fékk ég tölvupósta, smáskilaboð og símtöl frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Það vildi sýna mér stuðning við efni greinar minnar. Það var eins og lesendur hefðu áttað sig á því að þessir heitfengu femínistar væru hreinlega andstæðingar hinnar lýðræðislegu aðferðar sem við beitum um málefni sem okkur kann að greina á um.Hin lýðræðislega aðferð Í þeirri aðferð felst að mæla ekki fyrir um hvaða skoðanir skuli vera mönnum heimilar, eins og gert er í alræðisríkjum. Við höfum í staðinn tekið upp aðferð tjáningarfrelsisins. Sú aðferð felst í því að ræða saman með röksemdum um ágreiningsefni okkar. Með þeim hætti getum við hugsanlega talið viðmælanda okkar hughvarf og einnig geta þeir sem á hlýða tekið afstöðu ef þeir vilja á grundvelli fram borinna röksemda. Þessi aðferð sýnir ákveðinn þroska þeirra sem beita henni og hún er bæði falleg og friðsamleg.Ýmis önnur grundvallaratriði geta talist einkenna þjóðfélagsgerð okkar. Auk tjáningarfrelsisins verndum við meðal annars funda- og félagafrelsi, jafnrétti borgara án tillits til kynferðis þeirra, eignarrétt og réttinn til réttlátrar meðferðar mála okkar fyrir dómi, svo einhverjir þættir séu nefndir.Meðal þess sem við ættum ekki að gera, þegar við ræðum við og um annað fólk, er að rangfæra eða snúa út úr því sem það segir eða að gera því upp hvatir sem við vitum sjaldnast mikið um.Mér sýnist sú bylgja sem reis við frásögn mína hafa náð til þessara ofstækisfullu femínista sem halda síðunni úti. Það kom nefnilega frá þeim yfirlýsing þar sem þær tóku fram að á síðu þeirra hefðu birst ummæli sem ekki væru viðeigandi. Líklega hefur slík viðurkenning ekki fengist frá þeim fyrr. Þær hljóta að hafa fundið fyrir andúðinni sem þær hafa vakið á sjálfum sér með framkomu sinni. Þær gengu meira að segja mun lengra en þetta, því þær sögðust myndu gæta þess framvegis að umræðunum yrði haldið innan siðferðismarka. Útúrsnúningar Svo tóku þær upp ummæli sem ég hafði viðhaft í tengslum við mál Róberts Downey í fyrra. Þá hafði ég látið þau orð falla að fórnarlömb afbrota hans myndu gera sjálfum sér greiða ef þau gætu hreinlega fyrirgefið honum. Nú segja konurnar í yfirlýsingu sinni að ég hafi „ætlast til“ þess að þolendur fyrirgæfu manninum. Þetta er útúrsnúningur úr orðum mínum. Ég var bara að benda á þau viðurkenndu sannindi að þolendur afbrota eiga betra með að komast frá þeim og illum áhrifum þeirra ef þeim tekst að finna fyrirgefninguna. Þennan boðskap er að finna í Biblíunni og sálfræðingar veita ráð í þessa veru. Orð mín um þetta beindust ekki að því að réttlæta brot Róberts, eins og mér virðist nú vera haldið fram, þó að ég hafi þá endurtekið þetta þrásinnis. Þeim var ætlað að styðja þolendur afbrota hans í að finna framhald sem ekki þyrfti að einkennast af hatri til hans sem einungis ylli þolandanum vanlíðan en ekki brotamanninum.Ég geri engar athugasemdir við að fólk andmæli þessari skoðun minni og telji viðvarandi hatur betra en fyrirgefninguna. Þetta gefur hins vegar ekkert tilefni til að veitast að mér með sóðalegum orðaflaumi, þar sem auk annars er gefið í skyn að ég styðji kynferðisbrot!! Í orðræðunni um mig hefur auk annars verið sagt að ég sé „þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna“. Ég held að ég hafi á starfsferli mínum sem lögmaður varið aðeins einn mann, sem var sakaður um kynferðisbrot, og hann var sýknaður. Mitt eigið ráð Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi.Þessar miklu baráttukonur hafa ekki viljað eiga við mig orðastað nema á opinberum vettvangi. Ég vil því taka hér fram að ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hringdu til mín um helgina kallaði þig, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, nettröll og femínistatussu. Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar. Ég er með skrifstofu að Síðumúla 27, efri hæð. Hringdu samt á undan þér svo við getum fest viðtalstíma.Svo endurtek ég boð mitt um að koma á fund ykkar svæðiskvenna til að ræða málið. Ég trúi því ekki að þið óttist að skiptast á orðum við gæðablóð eins og mig, nú þegar þið hafið fallist á sjónarmið mín um að halda umræðum innan siðgæðismarka. Ég geri bara þá kröfu til fundarins að einn tali í einu og ég fái svipaðan tíma og þið. Þið megið tilnefna fundarstjóra.Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður
Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“ 20. október 2018 09:56
Segir kröfuna um fyrirgefningu aldrei jafn sterka og í kynferðisbrotamálum Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, fullum hálsi. 20. október 2018 18:35
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun