Konur og karlar Gunnar Árnason skrifar 22. október 2018 17:05 Þær eru ekki eins og þeir, sem eru öðruvísi en þær og þau eru ólík. Almennt séð leggja konur áherslu á aðra þætti - forgangsröðun karla er önnur og eftirfylgni mála öðruvísi. Konur eru með málefni er snúa að börnum, heilsu, menntun og umhyggju svo að örfá dæmi séu tekin, ofar á blaði en karlar, sem eiga það til að líta framhjá umræddum málaflokkum. Þeir gera það óvart, ekki illa meint af þeirra hálfu. Framangreint er jafn vond alhæfing og alhæfingar eru almennt, greinarhöfundur skal fúslega viðurkenna það – en stöldrum aðeins við. Talað er um mjúka málaflokka en þetta er býsna harður heimur þannig að fullyrða má að staðhæfingar um mýkt séu verulega ýktar eða hreinlega rangar. Og konur eru óumdeilt harðir naglar eins og karlar. Að því sögðu er ekki úr vegi að undirstrika mikilvægi þess árið 2018, einni öld frá fullveldi Íslands, að konur og karlar komi jöfnum höndum að ákvarðanatöku, hvort sem um er að ræða einka- eða opinber fyrirtæki og stofnanir, hvernig svo sem eignarhaldi er skipt eða háttað að öðru leyti, óháð því hvað er verið að sýsla með og hvers eðlis ákvarðanatakan er. Það skiptir hreinlega ekki máli að mati greinarhöfundar. Jöfn kynjaskipting er þjóðhagslega hagkvæm og tryggir farsælla og fallegra þjóðfélag og betri umgjörð um samfélagið til lengri tíma litið. Það er nákvæmlega enginn skortur á konum í umrædd hlutverk. En það er fyrirstaða og hún er öðru fremur tilkomin af langvinnu ástandi sem er í djúpum förum vana og ótta við breytt fyrirkomulag. Konur leysa fyrrgreind hlutverk af hendi með síst verri hætti en karlar. En saman leysa konur og karlar mál með farsælli hætti en kynin ein og sér. Við höfum töluvert verk að vinna í að jafna aðkomu karla og kvenna að ákvarðanatöku og stjórnun í þjóðfélaginu. Að hafa konu í hlutverki forsætisráðherra á merkum tímamótum í sögu þjóðar, ásamt ráðherra heilbrigðis- , mennta- , ferða- og dómsmála, er mikil gæfa og blessun fyrir framangreint umbreytingarferli og gefur góð fyrirheit um framhaldið. En við verðum að halda ótrauð áfram og lítum ekki til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þær eru ekki eins og þeir, sem eru öðruvísi en þær og þau eru ólík. Almennt séð leggja konur áherslu á aðra þætti - forgangsröðun karla er önnur og eftirfylgni mála öðruvísi. Konur eru með málefni er snúa að börnum, heilsu, menntun og umhyggju svo að örfá dæmi séu tekin, ofar á blaði en karlar, sem eiga það til að líta framhjá umræddum málaflokkum. Þeir gera það óvart, ekki illa meint af þeirra hálfu. Framangreint er jafn vond alhæfing og alhæfingar eru almennt, greinarhöfundur skal fúslega viðurkenna það – en stöldrum aðeins við. Talað er um mjúka málaflokka en þetta er býsna harður heimur þannig að fullyrða má að staðhæfingar um mýkt séu verulega ýktar eða hreinlega rangar. Og konur eru óumdeilt harðir naglar eins og karlar. Að því sögðu er ekki úr vegi að undirstrika mikilvægi þess árið 2018, einni öld frá fullveldi Íslands, að konur og karlar komi jöfnum höndum að ákvarðanatöku, hvort sem um er að ræða einka- eða opinber fyrirtæki og stofnanir, hvernig svo sem eignarhaldi er skipt eða háttað að öðru leyti, óháð því hvað er verið að sýsla með og hvers eðlis ákvarðanatakan er. Það skiptir hreinlega ekki máli að mati greinarhöfundar. Jöfn kynjaskipting er þjóðhagslega hagkvæm og tryggir farsælla og fallegra þjóðfélag og betri umgjörð um samfélagið til lengri tíma litið. Það er nákvæmlega enginn skortur á konum í umrædd hlutverk. En það er fyrirstaða og hún er öðru fremur tilkomin af langvinnu ástandi sem er í djúpum förum vana og ótta við breytt fyrirkomulag. Konur leysa fyrrgreind hlutverk af hendi með síst verri hætti en karlar. En saman leysa konur og karlar mál með farsælli hætti en kynin ein og sér. Við höfum töluvert verk að vinna í að jafna aðkomu karla og kvenna að ákvarðanatöku og stjórnun í þjóðfélaginu. Að hafa konu í hlutverki forsætisráðherra á merkum tímamótum í sögu þjóðar, ásamt ráðherra heilbrigðis- , mennta- , ferða- og dómsmála, er mikil gæfa og blessun fyrir framangreint umbreytingarferli og gefur góð fyrirheit um framhaldið. En við verðum að halda ótrauð áfram og lítum ekki til baka.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar