Allt í plasti Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Plast þótti einu sinni mikið og merkilegt töfraefni. Tilkoma þess einfaldaði tilveruna og auðveldaði okkur lífið svo mjög að við notum plast í allt. Plastið er svolítið eins og Guð og býr í garðslöngunni og núna líka í glötuninni. Plastið sem áður var blessun er orðið bölvun og heldur er gamanið farið að kárna þegar plastið hefur myndað risastórt eyland úti á miðju reginhafi, eiginlega stofnað sjálfstæða heimsálfu sem boðar ekkert gott. Plastið er meira að segja orðið hluti af okkur sjálfum, við erum orðin plast. Við kúkum í það minnsta plasti ef marka má nýjustu rannsóknir. Hvernig útsmogið plastið fór að því að renna svona gersamlega saman við okkur er mér hulin ráðgáta. Vissulega er löng og rík hefð fyrir því hjá nútímamanninum að éta alls konar rusl en hvergi minnist ég þess að hafa rekist á plast á matseðlum. Mikið furðuverk og flárátt, bölvað plastið. Hópur hugdjarfs fólks, sennilega væri þó heiðarlegra að kalla það bara hreint út sagt heimskt í bjartsýni sinni, boðaði plastlausan september. Hvernig ætli fólki hafi gengið svona almennt að sniðganga plast í heilan mánuð? Ég sé ekki fyrir mér að geta komist í gegnum plastlausan hálftíma. Öll verðum við þó að reyna að spyrna við fótum og þá vonandi á gúmmískósólum frekar en úr plasti. Það segir samt sitt um við hverslags ofurefli er að etja þegar græna tunnan sem ég á að setja flokkaða og hreinsaða plastið mitt í er úr plasti! Og ekki eru nú þeir sem pakka vörum sínum í plast mikið að hjálpa manni að flokka og greina plast frá skárra rusli. Öllum þessum efnum er grautað saman væntanlega til þess að gera flokkunina erfiðari. Er þetta kannski bara allt í plati? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Plast þótti einu sinni mikið og merkilegt töfraefni. Tilkoma þess einfaldaði tilveruna og auðveldaði okkur lífið svo mjög að við notum plast í allt. Plastið er svolítið eins og Guð og býr í garðslöngunni og núna líka í glötuninni. Plastið sem áður var blessun er orðið bölvun og heldur er gamanið farið að kárna þegar plastið hefur myndað risastórt eyland úti á miðju reginhafi, eiginlega stofnað sjálfstæða heimsálfu sem boðar ekkert gott. Plastið er meira að segja orðið hluti af okkur sjálfum, við erum orðin plast. Við kúkum í það minnsta plasti ef marka má nýjustu rannsóknir. Hvernig útsmogið plastið fór að því að renna svona gersamlega saman við okkur er mér hulin ráðgáta. Vissulega er löng og rík hefð fyrir því hjá nútímamanninum að éta alls konar rusl en hvergi minnist ég þess að hafa rekist á plast á matseðlum. Mikið furðuverk og flárátt, bölvað plastið. Hópur hugdjarfs fólks, sennilega væri þó heiðarlegra að kalla það bara hreint út sagt heimskt í bjartsýni sinni, boðaði plastlausan september. Hvernig ætli fólki hafi gengið svona almennt að sniðganga plast í heilan mánuð? Ég sé ekki fyrir mér að geta komist í gegnum plastlausan hálftíma. Öll verðum við þó að reyna að spyrna við fótum og þá vonandi á gúmmískósólum frekar en úr plasti. Það segir samt sitt um við hverslags ofurefli er að etja þegar græna tunnan sem ég á að setja flokkaða og hreinsaða plastið mitt í er úr plasti! Og ekki eru nú þeir sem pakka vörum sínum í plast mikið að hjálpa manni að flokka og greina plast frá skárra rusli. Öllum þessum efnum er grautað saman væntanlega til þess að gera flokkunina erfiðari. Er þetta kannski bara allt í plati?
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun